Horfði á sögu­legan leik sonarins í ein­angrun: „Ég var ekki að trúa því sem ég var að horfa á“

Hall­grímur Jónas­son og Ágústa Hrönn Gísla­dóttir fylgdust stolt með syni sínum Viktori Gísla verja sam­tals 15 skot á móti Ólympíu­meisturum Frakka á EM í hand­bolta í gær.

Í sam­tali viðFrétta­blaðið segir Hall­grímur að hann hafi búist við því að leikurinn yrði svipaður og við Dani en ekki átta marka sigri ís­lenska liðsins.

Hall­grímur þurfti hins vegar að horfa á leikinn í ein­angrun en hann greindist smitaður eftir riðla­keppnina en þau hjónin skelltu sér út til að fylgjast með drengnum á EM.

„Ég er í ein­angrun eftir að ég kom heim eftir riðla­keppnina. Þá greindist ég með Co­vid eins og ó­fáir,“ segir Hall­grímur í við­tali á Frétta­blaðinu,

Spurður um hvernig til­finning var að fylgjast með syninum verja hvert skotið að fæti öðru segir Hall­grímur hana hafa verið góða.

„Ég bara hálf frosinn hérna í sófanum. Ég var ekki að trúa því sem ég var að horfa á,“ segir Hall­grímur.

Þegar þau hjónin komu til landsins greindist Hall­grímur með Vovid en Ágústa ekki og hefur hann því verið í ein­angrun einn.

„Ég er bara með grímur hérna á heimilinu. Ég er í ein­angrun inn í svefn­her­bergi yfir­leitt en ég kom nú fram og var hérna í góðri fjar­lægð og með grímuna. Þannig við gátum að­eins fagnað saman,“ segir Hall­grímur.

Hægt er að lesa við­talið í heild hér.