Horfði á hræðilegt atvik í Borgartúninu – Gísli Marteinn segir að hægt væri að bjarga mörgum lífum

Svala nokkur segir að hún hafi horft upp á hræðilegt atvik í morgun. Svala segir á Twitter að hún hafi horft upp á ungan íslenskan fjárhund hlaupa út á götu og verða fyrir bíl í Borgartúninu.

„Horfði á glaðasta hund í heimi verða fyrir bíl. Þessi mánudagur byrjar einstaklega hræðilega,“ segir Svala. „Fallegur, ungur íslenskur fjárhundur. Var á harðaspretti í svo miklum fíling.“

Hún finnur til með eiganda bílsins. „En finn svo til með konunni sem keyrði á hann. Hún gat ekkert gert að þessu, hann slapp frá eigandanum og þaut eins og píla fyrir bílinn. Hún var í áfalli.“

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann hafi spurts fyrir um það í tíð sinni sem borgarfulltrúi hversu mörg dýr færu þessa leið á ári.“

„Einhverntíma spurði ég og eftir því sem ég komst næst eru engin gögn til um það hversu marga hunda og ketti bílar drepa á hverju ári. Skipta samt tugum,“ segir Gísli Marteinn. „Þetta er að auki alveg refsilaust. Með aðeins lægri hraða bílaumferðar myndum við bjarga mjög mörgum lífum.“

Svala tekur undir það: „Í þessu tilfelli hefði bílstjórinn samt ekki getað gert neitt öðruvísi. Hún var ekki að keyra hratt og hundurinn slapp frá eiganda og skaust eins og píla undir bílinn. Bílstjórinn stoppaði og kom út alveg í sjokki, vissi ekki einu sinni hvað hún hafði keyrt yfir.“