Hörð við­­brögð eftir að frum­­varp Pírata var fellt: „Skammar­­legt fram­­ferði“ – Illugi og Kristinn birta lista

30. júní 2020
08:54
Fréttir & pistlar

Frum­­varp Pírata um af­­nám refsinga fyrir vörslur neyslu­skammta fíkni­efna var fellt á Al­þingi í nótt. Mjög skiptar skoðanir voru um frum­­varpið en í sam­tali við Frétta­blaðið um helgina sagði Sara Elísa Þórðar­dóttir, vara­þing­­maður Pírata, að málið snerist ekki um vímu­efni í sjálfu sér heldur heil­brigðis­vanda­­málið sem fíkn er.

Í greinar­­gerð með frum­­varpinu kom fram að tryggt yrði að á­­fram verði hægt að beita refsingum þegar aug­­ljóst er að efnin séu ekki ætluð til einka­­nota. Inn­flutningur, út­flutningur, sala, skipti, af­hending, fram­­leiðsla og til­­búningur efna verður á­­fram refsi­verður. „Þannig er öruggt að á­­fram verður hægt að sak­­fella fyrir það sem kann að teljast al­var­­legri brot á lögum um á­vana- og fíkni­efni, en refsingum ekki beitt gegn neyt­endum fíkni­efna.“

Frum­­varpið var fellt á Al­þingi í nótt og hefur það vakið nokkuð hörð við­­brögð á sam­­fé­lags­­miðlum.

„Þetta var fellt. Hér gafst ein­stakt tæki­­færi til að hætta að refsa fólki fyrir það hel­víti að vera í fíkni­vanda - og þrátt fyrir aug­­ljósa þver­­pólitíska sátt - var tæki­­færinu kastað á glæ. Ömur­­legt,“ segir Sara Elísa í Pírata­spjallinu á Face­book.

Illugi Jökuls­­son, rit­höfundur og sam­fé­lags­rýnir, segir að Ís­lands­­metið í pólitískri hræsni, yfir­­­dreps­­skap og kald­rifjuðum vald­hroka hafi verið slegið á Al­þingi í nótt.

„Það gerðu þing­­menn ríkis­­stórnar­­flokkanna í stjórn Katrínar Jakobs­dóttur með því að hafna frum­­varpi Pírata um af­­nám refsinga vegna neyslu­­skammta fíkni­efna. Skammar­­legt fram­­ferði. Ég skal viður­­kenna að ég er meira hissa á sumum en öðrum fyrir þetta af­glapa­­verk,“ segir Illugi sem birti síðan nöfn þeirra þing­manna stjórnar­­flokkanna sem sögðu nei eða sátu hjá. Hvetur Illugi til að fólk leggi nöfn þeirra á minnið.

Kristinn Hrafns­­son, rit­­stjóri Wiki­leaks, gerði slíkt hið sama eftir at­­kvæða­­greiðsluna í nótt.

„Undir klukkan tvö í nótt felldi gall­harðasti og gall­­súrasti í­haldsarmur Al­þingis, stjórnar­þing­­menn, dyggi­­lega studdir af þing­­flokki Mið­­flokksins, frum­­varp um að hætta að refsa fíklum fyrir neyslu­skammta. Þarna felldu stjórnar­þing­­menn úr­­bætur sem er njörvaður í þeirra eigin stjórnar­sátt­­mála en þeir hafa ekki komið í verk á þremur fyrstu árum þessa kjör­­tíma­bils. Þeir höfðu uppi aumar mót­bárur um að frum­­varpið væri gallað en gátu ekki bent á eitt einasta at­riði sem ekki var hægt að hrekja með af­­gerandi hætti, að mestu með því að vísa í frum­­varpið sjálft á­­samt breytingar­til­lögum,“ segir Kristinn og birtir nöfn þeirra þing­manna úr VG, Sjálf­­stæðis­­flokki, Fram­­sóknar­­flokki og Mið­­flokki sem sögðu nei við frum­­varpinu.

Íslandsmetið í pólitískri hræsni, yfirdrepsskap og kaldrifjuðum valdhroka var slegið í nótt. Það gerðu þingmenn...

Posted by Illugi Jökulsson on Þriðjudagur, 30. júní 2020

Undir klukkan tvö í nótt felldi gallharðasti og gallsúrasti íhaldsarmur Alþingis, stjórnarþingmenn, dyggilega studdir af...

Posted by Kristinn Hrafnsson on Mánudagur, 29. júní 2020