Hlynur biðlar til veg­far­enda um að bæta sig: „Land­lægt vanda­mál sem á­kaf­lega auð­velt er að stöðva“

17. september 2020
20:00
Fréttir & pistlar

„Til að gæta sam­mælis má benda á að ýmsir aðrir mættu bæta sig þegar kemur að um­gengni í al­mennings­rýmum. Bílar uppi á gang­stéttum eru sí­endur­tekið land­lægt vanda­mál sem á­kaf­lega auð­velt er að stöðva.“

Þetta segir Hlynur Þór Agnars­son, að­gengis­full­trúi Blindra­fé­lagsins, í pistli sem birtist í septem­bertölu­blaði Víð­sjár, riti Blindra­fé­lagsins, sam­taka blindra og sjón­skertra á Ís­landi.

Í pistlinum beinir Hlynur einkum orðum sínum að raf­magns­hlaupa­hjólum sem notið hafa vaxandi vin­sælda hér á landi.

„Þar sem rafs­kútur eru einungis ætlaðar fyrir notkun á göngu­stígum er náið sam­neyti við gangandi veg­far­endur ó­um­flýjan­legt. Það er því ósk Blindra­fé­lagsins, sem og fjölda annarra, að not­endur þessara tækja sýni gangandi veg­far­endum til­lits­semi. Á sama tíma og skýrar reglur gilda um notkun þeirra skiptir einnig miklu máli að notast við heil­brigða skyn­semi og al­menna kurteisi. Hraði þessara tækja getur verið mikill á meðan þau gefa lítið sem ekkert hljóð frá sér. Því er sér­lega mikil­vægt að gæta að sér þegar ekið er fram­hjá gangandi veg­far­endum vegna þeirrar slysa­hættu sem er til staðar í slíku ná­vígi.“

Hlynur segir að Blindra­fé­lagið vilji einnig benda á að fjöldi fólks með sjón­skerðingu á mis­munandi stigum ferðist gangandi um höfuð­borgar­svæðið. Séu rafs­kútur skildar eftir á miðjum göngu­stígum geti það verið stór­hættu­leg slysa­gildra.

„Á það ekki að­eins við um þá veg­far­endur sem eru blindir eða sjón­skertir. Við tölum gjarnan um tíma­bundna sjón­skerðingu þegar fólk er til dæmis að horfa á símann sinn eða er með at­hyglina annars staðar en á því sem fyrir framan það er.“

Í pistli sínum segir Hlynur að Blindra­fé­lagið fagni til­komu þessa nýja og um­hverfis­væna ferða­máta en á sama tíma biðlar fé­lagið til þeirra sem ferðast um á rafs­kútum og öðrum sam­bæri­legum farar­tækjum að sýna gangandi veg­far­endum, sem og öllum öðrum, til­lits­semi og fara eftir settum reglum. Nefnir hann ýmis önnur at­riði sem mætti bæta, til dæmis að bílum sé í­trekað lagt upp á gang­stéttar.

„Einnig er gróður sem slútir yfir gang­stéttir hvim­leiður og oft hættu­legur þegar kemur að að­gengi blindra og sjón­skertra.“