Hlé­dís rifjar upp hræði­leg lækna­mis­tök: „Virðing mín fyrir þessum for­eldrum og lækninum er al­gjör“

Hlé­dís Sveins­dóttir, verk­efnis­stjóri, skrifar um heil­brigðis­kerfið og lækna­mis­tök í grein á Vísi í dag.

„Vin­gjarn­legt við­mót og bros. Klapp á bakið. Út­skýringar á manna­máli. Út­skýringar á barna­máli. Bangsi að gjöf í sjúkra­bíl. Auka­verð­laun í erfiðustu heim­sóknunum. Stolið staffa kaffi um miðja nótt. Þolin­mæði og skilningur. Allt gert til að gera þungar heim­sóknir barns og for­eldris þolan­legar. Það eru þær líka - heim­sóknir okkar mæðgna til heil­brigðis­starfs­fólks - þökk sé góðu fólki. Góðu mennsku heil­brigðis­starfs­fólki,“ skrifar Hlé­dís.

„Austur Asísk heim­speki skil­greinir lífið út frá jin og jang. Jin og jang eru tveir aðal­þættir til­verunnar. Al­heimurinn er til vegna sam­leiks og víxl­á­hrifa þeirra. Þannig heldur lífið jafn­vægi. Við þekkjum líka orða­til­tæki eins og „engin er rós án þyrna“. Með öðrum orðum það er engin gleði án sorgar eða ást án sárs­auka. Lífið býður ekki upp á að velja bara annað. Þetta fylgist að. Rétt eins og það er engin mennska án mis­taka.“

Hlé­dís segir að ef við viljum allt það fal­lega og góða sem fylgir mann­eskjum en verðum þá líka að taka því slæma.

„Gangast við því og vinna með það. Fólk sem vinnur innan heil­brigðis­geirans getur gert mis­tök eins og starfs­fólk i öllum öðrum at­vinnu­greinum. Það getur átt slæman dag og það getur sjálft veikst á líkama og sál. Það kastar ekki rýrð á alla greinina og allt starfs­fólk frekar en þegar slys eða mis­tök eiga sér stað í öðrum starfs­stéttum. Það er hættu­legt að taka heil­brigðis­starfs­fólk út fyrir sviga og láta eins og þar séu ekki gerð mis­tök eða þar vinni ekki mennskt fólk.“

„Hippó­krates sem oft er kallaður faðir læknis­fræðinnar sagði "first, do no harm" sem hefur verið þýtt sem „um­fram allt skaðið ekki“ og er notað í grunn að lækna­eiðum víða um heim. Góð kona, heil­brigðis­starfs­maður, sagði við mig um daginn að eigin­lega þyrfti líka að vera til lækna­eiður þegar mis­tök eiga sér stað. Hann ætti að vera „do no more harm“ eða „um­fram allt skaðið ekki meira“. Það er allt of al­gengt að eftir að mis­tök eru gerð, þ.e.a.s. ein­hver skaði verður, innan heil­brigðis­stofnunar er unnið meira tjón með skað­legum við­brögðum.“

„Ef við höldum okkur við gamla gríska heim­speki getum við líka vitnað í Aristó­teles. Hann var forn­grískur heim­spekingur og einn á­hrifa­mesti hugsuður vest­rænnar heim­speki. Hann sagði að „Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel“. Það er á­huga­vert í þessu sam­hengi. Við getum ekki af­stýrt á­föllum í lífi okkar, við getum bara stjórnað við­brögðum okkar við þeim. Þar komum við að kjarna málsins. Því þar getum við svo sannar­lega gert betur. Miklu betur!“

„Skoðum mál læknis í Noregi: Í Lil­lehammer árið 2013 urðu lækninum Stian Westad á al­var­leg mis­tök með þeim af­leiðingum að fyrsta barn hjóna lést í fæðingu. Versta mar­tröð sem lífið getur boðið hlýtur að vera and­lát barns. En mar­tröðin er ekki bara for­eldrana. Það að vera starfs­maður sem ber á­byrgð á slíkum mis­tökum er ekki síður mar­traða­kennt. Ó­líkt þeim við­brögðum sem því miður tíðkast hér heima, gekkst læknirinn við mis­tökum sínum um­svifa­laust og ein­lægt. Hann tók fulla á­byrgð og vann eins vel og hægt er úr þessu með for­eldrunum. Stian Westad tók á móti öðru og þriðja barni þeirra hjóna. Læknirinn lét hafa það eftir sér að ef hann hefði ekki gengist við mis­tökunum á heiðar­legan hátt hefði hann ekki treyst sér til að starfa á­fram. Þið getið líka rétt í­myndað ykkur muninn á úr­vinnslu slíks sárs­auka hjá að­stand­endum sé þeim mætt af auð­mýkt og heiðar­leika í stað hroka og og yfir­klórs.

Virðing mín fyrir þessum for­eldrum er al­gjör, þau gerðu vel. Virðing mín fyrir lækninum er al­gjör, hann skaðaði ekki meira,“ skrifar Hlé­dís að lokum.