Hjónin fóru til Pat­reks­fjarðar og komu 33 milljónum ríkari til baka

7. ágúst 2020
15:49
Fréttir & pistlar

Hjón sem skelltu sér á Pat­reks­fjörð um miðjan júlí­mánuð sjá væntan­lega ekki eftir þeirra ferð enda eru þau nú rúmum 33 milljónum króna ríkari.

Hjónin, sem bú­sett eru á Vestur­landi, fóru á Vestur­re­staurant á Pat­reks­firði og þar á­kváðu þau að skella sér á tíu raða lottómiða enda þre­faldur pottur og mikið í húfi. Í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá segir að lukku­dísirnar hafi svo sannar­lega verið með þeim í liði þar sem þau fengu ó­skiptan 1. vinning, sam­tals rúmar 33 milljónir.

Að sögn Ís­lenskrar get­spá hafa milljónirnar mokast út í sumar. Þannig unnu full­orðin hjón rúmar 32 milljónir króna um liðna helgi. Þau voru heldur betur glað­hlakka­leg þegar þau komu með vinnings­miðann til að inn­heimta vinninginn og sögðust þau kaupa lottó nokkuð reglu­lega.

Að þessu sinni hafði eigin­maðurinn fundið hjá sér sér­staka þörf á að fara að kaupa lottó og lét eftir þeirri löngun með þessum líka fína árangri.

Þá hefur Vikinglotto verið að gefa góða vinninga í sumar, nú síðast í út­drætti vikunnar í gær þar sem tveir vinnings­hafar skiptu með sér hinum al-ís­lenska 3. vinningi sem nam rúm­lega 7,2 milljónum.

„Annar miðinn var keyptur í LottóAppinu en hinn er í á­skrift. Eig­andi miðans í appinu er ung, ein­stæð móðir en á­skrifandinn er herra­maður á besta aldri. Það var veru­lega ljúft að til­kynna þessum heppnu miða­eig­endum um vinningana sína og deginum ljósara að þeir eiga eftir að koma sér vel,“ segir Ís­lensk get­spá í til­kynningu sinni um leið og vinnings­höfunum er óskað til hamingju.