Hjón fá ekki að breyta sumarbústað í íbúðarhús

Hjónin Guðrún M. Njáls­dótt­ir og Guðfinn­ur Trausta­son fá ekki að breyta sumarhúsi sínu, í Kerhrauni í Grímsnes- og Grafningshreppi, í íbúðarhús.

Fjallað var um þetta í Morgunblaðinu í dag en að sögn hjónanna var húsið byggt sem heilsárshús þrátt fyrir að húsið standist allar kröfur byggingarreglugerðar. Þá hafi verið ljóst fyrir þeim þegar þau keyptu lóðina árið 2002 að þau gætu ekki skráð lögheimili sitt í Kerhrauni. Þau eru nú skráð með ótilgreint lögheimili í Reykjavík. 

Guðrún segir í samtali við Morgunblaðið að sveitastjórnin hafi áður breytt sumarhúsum í íbúðarhús. Hún hafi fundið það í fundargerðum sveitarstjórnarinnar frá árinu 2010. „Þetta var auðvitað for­dæm­is­gef­andi. Það er bannað að mis­muna fólki. Okk­ur finnst þetta órétt­látt,“ sagði Guðrún og bætti við að fullt af fólki búi í sumarhúsi og vinni þaðan.

Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar frá 7. fe­brú­ar  kem­ur hins vegar  fram að sveit­ar­fé­lagið hafi synjað er­ind­i hjón­anna vegna þess að lóðin þeirra sé í mjög stóru hverfi fyrir frístundabyggð. Sveitastjórn heimili ekki breytta landnotkun stakrar lóðar við slíkar aðstæður. Fordæmin sem hjónin nefna hafi verið við allt aðrar aðstæður.