Hjón á Vestur­landi unnu 80 milljónir: Gleymdi næstum því að kaupa miða

Þau voru glöð og á­nægð hjónin ný­giftu sem komu við hjá Ís­lenskri get­spá til að sækja rúm­lega 80 milljóna króna vinning í EuroJack­pot. Hjónin voru ein fjögurra sem hlutu 2. vinning í EuroJacpot í síðustu viku. Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Ég kaupi stundum lottómiða í vinnunni í gegnum símann“ sagði eigin­konan, „en gleymdi því í þetta sinn. Mundi svo allt í einu eftir því að kaupa miða þegar ég var að koma heim og á­kvað að kaupa miðann þar sem ég stóð fyrir framan úti­dyrnar, áður en ég færi inn til mín svo ég myndi örugg­lega ekki gleyma því að vera með.“

Hjónin búa á Vestur­landi og eiga tvö börn. „Við erum ekki búin að á­kveða hvað við gerum við vinninginn, við ætlum að þiggja fjár­mála­ráð­gjöf sem Ís­lensk get­spá býður uppá og hlusta á ráð­leggingar“ sögðu hjónin að lokum.