Hjálmar hrósar Íslendingum: „Í allan þennan tíma, 12 ár, hef ég ekki í eitt einasta skipti fundið fyrir kuldalegu viðmóti“

22. maí 2020
08:54
Fréttir & pistlar

„Við skulum vera stolt af því að til­heyra þessu góða fólki og landinu okkar og geta með gleði kallað okkur Ís­lendinga,“ segir Hjálmar Magnús­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri, í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Segja má að þar skrifi hann eins­konar hvatningarpistil til Ís­lendinga og segir hann Ís­lendingum að bera höfuðið hátt, engin á­stæða sé til annars þó staðan gæti vissu­lega verið betri víða í sam­fé­laginu.

Of upptekin af því neikvæða

„Við sem byggjum þetta land okkar spáum lík­lega ekki oft í það hversu gott landið okkar er og erum oft upp­tekin af því að tala mikið um rigninguna og köld veður,“ segir Hjálmar sem bendir á nokkrar stað­reyndir máli sínu til stuðnings.

„Hvar í Evrópu getum við drukkið vatnið beint úr krananum? Lík­lega mjög ó­víða, hérna hjá okkur getum við alls staðar fengið okkur vatn að drekka beint úr krönum heimilanna með ein­stökum tíma­bundnum undan­tekningum,“ segir hann og nefnir einnig hreina jökul­kalda vatnið út um öll fjöll og firnindi. Hann heldur á­fram.

„Víðast suður um alla Evrópu þarf að nota olíu eða kol með til­heyrandi mengun og kostnaði til upp­hitunar alls þess rýmis og vatns sem hita þarf upp. Á landinu okkar eru margir ára­tugir og fer lík­lega bráðum að nálgast hundrað árin síðan borgin okkar, Reykja­vík, fór að nota hita­veitu sem lögð var í flest hús borgarinnar með miklum sparnaði fyrir íbúa og snemma á síðustu öld voru byggðar sund­laugar fyrir í­búana, allt hitað með náttúru­legu heitu vatni. Ekki má gleyma því að nánast sama hvar um­hverfis landið, jafnt á þétt­býlis­stöðum og nokkuð víða úti á víða­vangi, eru sund­laugar.“

Kostirnir svo margir

Hjálmar bendir svo á að við fram­leiðum mikið af raf­magni með heita vatninu, um sé að ræða nánast mengunar­lausa fram­leiðslu meðan ná­granna­löndin okkar þurfa mest­megnis að brenna olíu eða kolum við sína raf­orku­fram­leiðslu.

„Við eigum eftir að telja upp marga góða kosti landsins okkar, svo sem að það að vera á eyju hér langt frá stærstu land­búnaðar­svæðum veraldarinnar veitir okkur mikil hlunnindi hvað varðar land­búnað í landinu. Hér erum við laus við margar land­lægar pestir sem hrjá land­búnað í ná­granna­ríkjum okkar og þar með spörum við lyfja­kaup í búst­ofna okkar með auknu heil­brigði fyrir búfé okkar og ekki bara fyrir bú­féð heldur þar af leiðandi heil­brigðari og hollari fæðu fyrir fólkið í landinu.“

„Drengurinn var fljótur að bregðast við“

Hjálmar segir þetta að­eins brot af kostunum við landið okkar. Hann talar ekki bara vel um landið heldur líka um okkur Ís­lendinga. „Lík­lega er, þegar allt kemur til alls, landið okkar og fólkið ekki bara gott heldur frá­bært!,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið bundinn hjóla­stól í rétt um 12 ár. Hann rifjar upp eina skemmti­lega sögu af ungum pilt sem bauð fram að­stoð sína.

„Í allan þennan tíma, 12 ár, hef ég ekki í eitt einasta skipti fundið fyrir kulda­legu eða frá­hrindandi við­móti heldur alltaf fengið hlý­legt og nota­legt við­mót hjá öllum sem ég hef mætt á lífs­braut minni og allir til­búnir að sýna gott við­mót og bjóða fram hjálp sína. Meira að segja eitt sinn er ég var að fara í lyftu kom lítill drengur til mín sem sá að ég var að fara í lyftuna, hann bauð fram hjálp sína. Ég hafði gaman af stráksa og bað hann endi­lega að hjálpa mér, ég væri svo mikill klaufi að ýta á takka. Drengurinn var fljótur að bregðast við og bjarga mér og spurði mig á hvaða hæð ég vildi fara og var sá stutti fljótur að ýta á réttu takkana, drengurinn var á­kaf­lega stoltur með sig að hafa hjálpað manninum í hjóla­stólnum og sá ég á eftir honum þar sem hann hljóp glaður til for­eldra sinna eftir þetta af­rek sítt! Hjálp­semin var þessum unga dreng í blóð borin, við skulum því vera stolt af því að til­heyra þessu góða fólki og landinu okkar og geta með gleði kallað okkur Ís­lendinga.“