Hiti á íbúafundi - Gísli Marteinn ánægður með breytingar á Bústaðavegi

Talsverður hiti var á íbúafundi í Réttarholtsskóla í gær ef marka má þá sem voru á staðnum.

Samkvæmt Fréttablaðinu hefur mikil umræða skapast um vinnu­til­lög­ur hverf­is­skipu­lagsins, gert er ráð fyrir 17 nýj­um bygg­ing­um með 130 til 150 íbúðum við Bústaðaveginn. Háværar umræður hafa verið inni í hópi íbúa, sumir eru ánægðir á meðan aðrir eru mjög ósáttir. Haldinn var íbúafundur í Réttarholtsskóla í gær, samkvæmt viðstöddum voru umræðurnar fjörugar og hiti í mörgum.

Á undan hafði Dóra Magnúsdóttir, formaður íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fengið óþægileg skilaboð í kjölfar umræðu í hverfishóp Bústaðahverfis.

Haraldur nokkur segir frá fundinum á Twitter:

„Mjög áhugaverður íbúafundur í 108. Reiður maður sagði fundinn lélegan og rauk út. Svo hófst fundurinn. Fyndið. Gömul kona sakaði borgina um ofbeldi og nauðgun, eitthvað tengt bílastæðum. Sorglegt. Mikil reiði, lítið um lógík.“

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, var öllu jákvæðari á Facebook: „Frábær mæting og fjörugar umræður. Sagði á fundinum að mér væri farið að þykja vænt um mörg andlitin í hverfinu (þó ég vissi ekki 100% hvort það sé fullkomlega gagnkvæmt),“ sagði hann.

„Þó fólk skiptist á skoðunum og láti mann stundum heyra það þá eru það svona fundir þar sem maður upplifir það í æð hvaðan umboðið manns er komið.“

Fjölmiðlamaðurinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi Gísli Marteinn Baldursson er ánægður með tillögurnar:

„Sniðug hugmynd sem myndi gera gott hverfi enn betra. Gleymum því heldur ekki að sumir borgarfulltrúar vilja fara í hina áttina og tvöfalda Bústaðaveginn fyrir bíla og dæla miklu meira umferðarmagni inn á hann með mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut. Frekar skýrir valkostir,“ segir hann.

Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta ekki vera af eða á: „Það eru mjög fáir Fossvogsbúar eða fólk í Smáíbúðahverfinu sem ég þekki sem vilja auka umferð um Bústaðaveg. Eiginlega enginn. En þar með er ekki sagt að það fólk hrífist af þessum hugmyndum,“ segir hann.

Gísli Marteinn tekur undir það og bætir við:

„En leiðin til að tryggja að Bústaðavegur verði ekki að 4 akreina hraðbraut er að gera hann að rólegri innanhverfisgötu sem börn og fullorðnir og dýr eru ekki í stórhættu við. Ein augljós leið er að byggja upp að götunni, gera hana að þjónustugötu og hjarta