Hinn fullkomni hamborgari varð til heima í eldhúsinu

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn glænýjan og metnaðarfullan hamborgarastað sem ber heitið Beef & Buns í Mathöll Höfða. Maðurinn bak við staðinn er Máni Snær Hafdísarson sálfræðingur og aðaleigandi staðarins en hann þróaði sinn drauma hamborgara á nokkrum árum á meðan hann var í námi í Kaupmannahöfn.

Mána langaði til að leyfa fleirum að njóta afrakstursins en fjölskyldu sinni og fékk sér til liðs kokkinn Pétur Kristjánsson sem er líka fyrrum skólafélagi hans og opnaði Beef & Buns.

Beef & Buns borgarinn varð til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi í eldhúsinu hjá Mána en hann nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítímanum sínum og leyfir matarástríðunni að blómstra. Hamborgarinn hans Mána er einmitt gott dæmi um töfrana sem gerast í eldhúsinu.

beef og Buns 11.jpeg

„Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar, og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist. Margar brauðuppskriftir voru bakaðar, hrært var í tugir tegundir sósa, allskyns cheddar ostar voru smakkaðir og gúrkur voru sýrðar á mismunandi máta,“ segir Máni og er ótrúlega ánægður með útkomuna.

Beef og buns 00.jpeg

Máni lét sér ekki nægja að finna uppskriftina bak við drauma hamborgarann og hamborgarabrauðið heldur hannaði hann staðinn líka. Staðurinn er bjartur og stílhreint í 90´s stíl og fangar augað.

Máni og Pétur bjóða Sjöfn upp á Beef & Buns hamborgarann sem sló rækilega í gegn. „Þvílíkt sælgæti, þessi brögð, áferð og þetta brauð,“ sagði Sjöfn eftir fyrsta bitann.

beef og buns 22.jpeg

Meira um söguna bak við hamborgarann hans Mána, Beef & Buns, í þættinum Matur og heimili í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: