Hilma segir skyn­sam­legast að herða að­gerðir á landa­mærunum

Hilma Hólm, hjarta­læknir hjá Ís­lenskri erfða­greiningu, segir að það eigi að koma í veg fyrir að fólk sýkist af kórónu­veirunni. Þetta kom fram í við­tali við Hilmu í Kast­ljósi í kvöld.

„Fólk getur farið illa út úr því að veikjast af þessari veiru,“ segir Hilma. Hún bendir á að það séu ekki einungis þeir sem veiktust illa sem glími við erifð eftir­köst. Það eigi einnig við um dá­góðan hluta þeirra sem veiktust ekki mikið.

Hilma segir að rann­sókn Ís­lenskrar erfða­greiningar á lang­tíma­af­leiðingum hafi meðal annars leitt í ljós að skert lyktar-og bragð­skyn virðist ekki tengjast al­var­leika veikindanna og að stór hópur glímir enn við mikil ein­kenni, sumir jafn­vel 5 til 11 mánuðum eftir að þeir veiktust.

„Ég myndi halda að það væri skyn­sam­legt að herða að­gerðir á landa­mærunum eins og sótt­varna­læknir hefur rætt,“ segir hún.