Hildur hamast í Kolbeini: Vonar að hann haldi sig frá sviðsljósinu það sem eftir er

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gefur lítið fyrir yfirlýsingu Kolbeins Óttarssonar Proppé sem tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að draga framboð sitt fyrir VG til baka eftir að kvartanir bárust til fagráðs flokksins.

Kolbeinn tilkynnti þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og sagði að hann hefði komið illa fram við konur. Í þessari nýjustu bylgju #metoo gæti hann ekki staðið með konunum sem líður illa hans vegna ef hann er áfram í framboði.

Færsla Kolbeins vakti eðlilega mikla athygli og voru margir sem skrifuðu athugasemdir við hana. Flestir hrósuðu Kolbeini fyrir einlægnina og óskuðu honum velfarnaðar en aðrir gáfu lítið fyrir færsluna. Í þeim hópi var Hildur Lilliendahl Viggósdóttir sem sagði:

„Þessi status er gegnsýrður af sömu gaslýsingu og konur hafa verið að lýsa af þinni hálfu í lokuðum hópum. Einhvern veginn ert þú orðinn þolandi ekki síður en gerandi. Nákvæmlega eins og þvælan í Birni Inga í gærkvöldi. Ég vona að þú haldir þig alfarið frá öllu sem heitir sviðsljós það sem eftir er, þolenda þinna vegna, og ég vona að læknisfræðin finni einn daginn leið til að lækna karla af ofbeldishneigð og narsissisma,“ sagði hún.

Svo virðist vera sem Kolbeinn hafi eytt þessari tilteknu athugasemd af sinni persónulegu Facebook-síðu sinni, því Hildur birti hana aftur sem skjáskot á framboðssíðu hans á Facebook.

Dreg framboð mitt til baka Ég hef í all nokkur ár átt í erfiðleikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmislegt til, en...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Tuesday, 11 May 2021