Hildi Lilliendahl blöskraði mynd af Sunnevu Einars: „Viltu klæða þig, barn“

Sunneva Einars er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og deilir daglega fjölmörgum myndum og myndböndum af því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Um helgina skellti Sunneva sér í vinkonu-brunch á Apótekinu með öðrum áhrifavöldum eins og Birgittu Líf og Kristínu Péturs. Rétt er að geta þess að um auglýsingasamstarf var að ræða enda myndu samfélagsmiðlastjörnur aldrei eyða tíma í að mynda máltíð sem ekki fengist eitthvað greitt fyrir.

Sunneva birti fallega mynda sér á Apótekinu sem að síðan var endurbirt af DV fyrr í dag.

Myndin sem Sunneva birti:

Eitthvað fór klæðnaður Sunnevu öfugt ofan í samfélagsrýninn Hildi Lilliendahl sem deildi myndinni og skrifaði. „Sunneva. Það er JANÚAR. Viltu klæða þig, barn.“

Vildu aðrir netverjar meina að Hildur væri að ganga of langt með því að setja út á klæðaburð Sunnevu.

María Lilja Þrastardóttir kom hinsvegar vinkonu sinni þegar til varnar.

„Hvaða smánun felst í þess? Ég las þetta nefnilega sem grín í hina áttina frá (hrað-snemmmiðaldra) soldið kulsæknni konu. Er Hildur ekki einmitt að skjóta á sjálfa sig og aðrar fyrrum ungskvísur sem nú fá lungnabólgu án síðbróar og „tilbehör“.

Hildur svaraði sjálf því til að hún væri ekki að gagnrýna Sunnevu fyrir klæðaburðunn. „Mér varð bara kalt að sjá myndina“.