Hera veiktist illa af COVID-19 en gæti smitast aftur af veirunni

Hera Sólveig Ívarsdóttir, 25 ára kona, sem veiktist illa af COVID-19 í mars síðastliðnum er ekki með mótefni fyrir veirunni og gæti því veikst aftur af henni.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps en þar var rætt við Heru sem sagði það hafa verið mikið áfall að komast að því að hún hefði ekki myndað mótefni.

Í viðtalinu við Heru kom fram að sjúkdómurinn hafi lagst nokkuð þungt á hana og þurfti hún að leggjast inn á spítala. Lungun hafi verið brennandi af sársauka og mikill höfuðverkur fylgt. Hera fór þrisvar í mótefnamælingu, fyrst hjá Landspítalanum eftir að hún útskrifaðist af spítala, svo hjá Íslenskri erfðagreiningu og loks hjá Domus Medica. Niðurstöðurnar voru allar eins: Hún hafði ekki myndað mótefni gegn veirunni.

Langstærstur hluti þeirra sem fengið hefur veiruna hefur myndað bóluefni gegn henni, en samkvæmt skimun Íslenskrar erfðagreiningar hafa um 9 prósent þeirra sem fengu veiruna ekki myndað mótefni. 

Frétt RÚV í heild sinni.