Her yfirlækna segja nýja Landspítalann meingallaðan: „Getur haft afdrifaríkar afleiðingar“

Yfirlæknar rannsóknardeilda Landspítalans, þeir Björn Rún­ar Lúðvíks­son, Ísleif Ólafs­son, Jón Jó­hann­es Jóns­son, Pál Torfa Önund­ar­son og Svein Guðmunds­son, segja stóran galla leynast í byggingu nýja Landspítalans sem rís nú við Hringbraut. Í grein sem þeir skrifa í Morgunblaðið í dag segja þeir að allt samráð við yfir- og sérfræðilækna við byggingu nýja þjóðarsjúkrahússins vera sýndarsamráð, láta þeir í veðri vaka að þeir stjórnendur sem haft sé samráð við séu einhverjir sviðsstjórar eða forstöðumenn sem hafi enga heimild til að sinna lækningum.

„Á fundi allra fag­stjórn­enda rann­sókna­deilda og rönt­g­en­deilda Land­spít­ala 22. sept­em­ber sl. var gerð könn­un á af­stöðu þeirra til fyr­ir­hugaðra op­inna skrif­stofu­rýma. Töldu sex af sex yf­ir­lækn­um og níu af níu líf­einda­fræðing­um og líf­fræðing­um að opin skrif­stofu­rými myndu tor­velda þeim að rækja störf sín vel. All­ir mæltu á móti opn­um vinnu­rým­um stjórn­enda og sér­fræðinga sem fara með viðkvæm mál og þurfa næði,“ segja þeir.

„Ljóst er að ein­hverj­ir pót­intát­ar hafa verið tekn­ir fram yfir yf­ir­lækna og deild­ar­stjóra í þann hóp 200 starfs­manna sem hann­ar bygg­ing­una og „eru all­ir sam­mála“. Þrátt fyr­ir eft­ir­grennsl­an hef­ur ekki tek­ist að fá lista yfir þessa 200 starfs­menn.“

Kalla þeir eftir málefnalegum svörum frá forstjóra um hverjir þetta séu sem verið er að hlusta á. „Lög heim­ila for­stjóra ekki að bera fag­lega ábyrgð á lækn­ing­um. Hans hlut­verk er annað. Því síður mega aðilar sem sitja í fram­kvæmda­stjórn á grunni fram­selds valds for­stjóra bera fag­lega ábyrgð.“

Vitna þeir svo í ályktun læknaráðs um að lakari vinnuaðstaða muni aðeins gera mönn­un­ar­vand­ann enn verri. „Víða er­lend­is er verið að leggja af opin skrif­stofu­rými vegna slæmr­ar reynslu,“ segja þeir.

„Hönn­un­ar­gall­ar nýja rann­sókn­ar­húss­ins eru ein birt­ing­ar­mynd þess að fagþekk­ing og reynsla sé sett til hliðar á spít­al­an­um. Er ekki eitt­hvað öf­ug­snúið við að tala um not­enda­sam­ráð þegar sjón­ar­mið fag­legra stjórn­enda og lækn­aráðs Land­spít­ala eru sniðgeng­in? Að „not­end­astudda hönn­un­in“ sé sýnd­ar­sam­ráð; sjón­hverf­ing.“

Þeir segja þetta grafalvarlegt mál:

„Að hlusta ekki á ráð yf­ir­lækna og lækn­aráð á lækn­inga­stofn­un er óneit­an­lega al­var­legt og skondið í senn. En staðreynd­in er sú að sjón­ar­mið yf­ir­lækna og sér­fræðilækna hafa verið sniðgeng­in um ára­bil. Það get­ur haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar hvað varðar nota­gildi, mönn­un og ör­yggi þess­ar­ar stærstu ný­bygg­ing­ar Íslands­sög­unn­ar.“