Hér getur öll garðaútivist fjölskyldunnar farið fram

Í vor í þættinum Matur og Heimili fór Sjöfn Þórðar í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekt hjá Urban Beat og framkvæmdin á verkinum í höndum Garðaþjónustunnar. Allir garðarnir þrír eru draumagarðar eigenda sinna og það má með sanni segja að enginn sé betur til þess fallinn að hanna draumagarðinn í samráði við eigendur enn einmitt Björn. Nú er komið að því að sýna afrakstur sumarsins á þriðja og síðasta draumagarðinum í þessari lotu. Sjöfn hittir Björn landslagsarkitekt og eiganda garðsins Lilju Erlendsdóttur og fær að sjá útkomuna.

M&H Draumagarðurinn fyrir fjölskylduna 2

Í hönnuninni og framkvæmdinni er komið til móts við óskir eigenda um stækkun á heimilinu út í garð og aukna nýtingu fyrir meiri útiveru. Þessi garður er hannaður fyrir alla fjölskylduna, svæði fyrir alla. „Við blöndum saman mjúkum og hörðum efnum þannig að hæfilegt jafnvægi milli samspils og andstæðna myndast. Garðurinn er hugsaður eins og stór stofa þar sem öll garðaútisvist fjölskyldunnar getur farið fram. Öll svæðin eru tengd þannig að ef setið er í pottinum má til dæmis fylgjast með fótboltaleik á flötinni. Eitt aðalsmerki garðsins er þó setsvæði sem grípur sólina um leið og hún laumast yfir húsþakið fyrri part dags. Síðan nýtur garðurinn sólar langt fram á kvöld,“segir Björn og nokkuð ánægður með útkomuna.

Góð aðstaða er til mynda við heita pottinn þar sem útisturta er til staðar. „Við elskum útisturtuna og notum hana ótrúlega mikið, nánast daglega í sumar eftir að allt var tilbúið,“segir Lilja sem er afar ánægð með heildarútkomuna og árangursríkt samstarf við hönnuðinn og framkvæmdaraðilana hjá Garðaþjónustunni þar sem óskir hennar og mannsins hennar voru uppfylltar.

Missið ekki af áhugaverðri heimsókn í draumagarðinn fyrir fjölskylduna í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H draumagarður fjölskyldunnar 3 .jpg

Lilja nýtur þess að dekka borðið úti fyrir fjölskylduna og finnst kærkomið að stækka heimilið út með þessum hætti.

M&H Björn Jóhannss, Lilja Erlendsd & Sjöfn Þórðar 5

Björn Jóhannsson, Lilja Erlendsdóttir og Sjöfn Þórðar fara saman gegnum draumagarð fjölskyldu Lilju þar sem útisvæðin eru nokkur og fjölbreytt.