Hringbraut skrifar

Helgi: „við eigum fokkjú! hvernig segir maður fyrirgefðu?“

7. desember 2019
08:00
Fréttir & pistlar

Áhrifavaldurinn Frelli_2000, aka Frelsarinn #samstarf, kynnir nýtt tákn í umferðinni. Þetta er táknið Fyrirgefðu, tákn sem hefur alltaf vantað í umferðinni, en Frelli_2000 er jú einn okkar helsti sérfræðingurinn í fyrirgefningunni. Frelli er afsprengi Helga Jean sem lengi var ritstjóri og eigandi Menn.is. Hann birtir myndskeið á Instagram og þar segir Frelli 2000:

„Eftir að ég kom aftur hef ég verið að vinna mikið með fyrirgefninguna. Ég er sérfræðingur í henni.  Ég hef tekið eftir að við eigum í lélegum samskiptum. Við eigum takk, við eigum fokkjú, svo flautið. Hver veit hvað þýðir. Við pirrumst bara á því. Hvernig biður maður afsökunar. Hvernig segir maður fyrirgefðu.“

Frelli segir enn fremur: „Samskiptin milli ökumanna í umferðinni eru mjög takmörkuð og þar sem ekkert tákn hefur verið fyrir „Fyrirgefðu“ hefur hreinlega skort á þann möguleika að geta beðist afsökunar þó maður gjarnan vildi það, því við gerum jú öll einhvern tímann mistök í umferðinni.

En Frelli_2000 hugsar í lausnum, enda stundum kallaður Lausnarinn. Hann kynnir táknið og útskýrir hvernig Fyrirgefðu-táknið er ólíkt öðrum tjáskiptaformum í umferðinni og hvernig er best að nota það.

Allt er þetta gert með það að markmiðið að minnka vegreiðina (e. road rage) og gera ökumönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar og koma hreint fram í umferðinni.“

 
 
 
View this post on Instagram

Fyrirgefðu í umferðinni #samstarf