Helgi Seljan vill tala um Sigur­jón Kjartans­son: „Erum við loksins að fara fá fram­hald af þessu við­tali?“ - myndband

Helgi Seljan einn ást­sælasti rann­sóknar­blaða­maður Ís­lands segir á twitter í dag að þjóðin þurfi að ræða um Sigur­jón Kjartans­son vegna fram­komu hans í tengslum við Ára­móta­skaupið.

Helgi deilir með tísti sínu frétt Heimildarinnar þar sem fjallað er um Ára­móta­skaupið en þar kemur fram að fram­leið­endur (Sigur­jón) hótuðu að taka poka at­riðið úr Ára­móta­skaupinu, til að forðast það að greiða söngvurum laun.

Í frétt heimildarinnar segir að söng­v­ar­ar sem tóku upp lag­ið í poka at­riði Ára­­móta­s­­kaups­ins voru snuð­að­ir um greiðslu fyr­ir. Í stað þess að greiða hverj­um og ein­um rúm­ar 50 þús­und krón­ur eins og kjara­­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir hugð­ust fram­­leið­end­ur greiða hverj­um söng­v­ara rúm­ar 5.000 krón­ur. Þeg­ar far­ið var fram á að greitt yrði sam­­kvæmt taxta hót­uðu fram­­leið­end­ur að taka at­rið­ið út úr Skaup­inu.

Nú þegar Helgi Seljan hefur á­kveðið að snúa spjótum sínum að Sigur­jóni rifjar Birkir nokkur upp sögu­legt við­tal Helga við Jón Gnarr er sá síðar­nefndi fór í fram­boð til borgar­stjóra.