Helgi Seljan furðar sig á lista Creditinfo yfir bestu fyrirtækin – Sjáðu í hvaða sæti Samherji lendir

Creditinfo birti í gær lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2020. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að þetta sé í tólfta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu, voru þær veittar í Hörpu í gær.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, sagði í tilkynningunni að fyrirtækin á listanum skari fram úr:

„Afar ánægjulegt er að sjá fjölgun Framúrskarandi fyrirtækja á milli ára og þá sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt árið var mörgum fyrirtækjum og þá sér í lagi þeim sem orðið hafa fyrir hvað mestum neikvæðum áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Líklega er alveg óhætt að segja að fyrirtækin sem á listanum eru í ár séu sannarlega þau sem skara fram úr, en um leið endurspeglar hann áhrif efnahagsaðstæðna á einstaka geira. Til að teljast framúrskarandi þarf að uppfylla strangar kröfur og fyrirtækin sem það gera eru líklegri til að ná árangri og standast áföll. Fyrirtækin á listanum mega því vel vera stolt af árangri sínum,“ sagði Hrefna Ösp.

Skilyrði sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að uppfylla:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi er skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdarstjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur eru að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir eru að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

Stjörnublaðamaðurinn Helgi Seljan setur spurningamerki við listann á Twitter:

Má þarna sjá Samherja í fjórða sæti listans yfir fyrirtæki sem skara fram úr að mati Creditinfo. Samherji liggur undir grun um umfangsmikla mútustarfsemi, gera út skæruliðadeild til að drepa umræðunni um málið á dreif og láta starfsmann elta Helga og sitja fyrir heimili hans.