Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Helgi seljan er látinn

14. desember 2019
13:13
Fréttir & pistlar

Helgi Selj­an, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 10. des­em­ber. Hann var 85 ára að aldri.

Helgi var fædd­ur á Eskif­irði 15. janú­ar 1934, son­ur þeirra Friðriks Árna­son­ar og El­ín­borg­ar Krist­ín­ar Þor­láks­dótt­ur konu hans. Fóst­ur­for­eldr­ar hans voru Jó­hann Björns­son, bóndi í Selja­teigi í Reyðarf­irði, og kona hans Jó­hanna Helga Bene­dikts­dótt­ir.

Hann var fædd­ur á Eskif­irði og hóf feril sinn sem kennari og skólastjóri á Austfjörðum. Var hann mjög virkur í félagsmálum og leiklist fyrir austan. Árið 1971 var hann kosinn á Alþingi fyrir Alþýðubanda­lagið og sat þar í 16 ár, og var forseti efri deildar þingsins um tíma. Þegar Helgi hætti á Alþingi varð hann fé­lags­mála­full­trúi og síðar framkvæmdastjóri Öryrkja­banda­lags Íslands, til starfs­loka 2001.

Útför Helga fer fram frá Grafar­vogs­kirkju föstu­dag­inn 20. des­em­ber klukk­an 13:00.