Helgi í Völku kom fyrstur í heiminum með vatnsskurðartæknina

Það verða góðir gestir að venju hjá Jóni G. í kvöld á Hringbraut en að þessu sinni fær hann til sín þá Helga Hjálmarsson, stofnanada hátæknifyrirtækisins Völku, Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Icland, og Þorvald Harðarson, stofnanda og aðaleiganda síma- og samskiptafyrirtækisins Boða.

Helgi Hjálmarsson, stofnandi og frkvstj. hátæknifyrirtækisins Völku, var sá fyrsti í heiminum sem kom með vatnsskurðarvélina - línulegan róbóta. Valka er núna á góðri siglingu og selur framleiðslulínur fyrir sjávarútveg út um allan heim. Hann segir að reynslan sýni að störf tapist ekki í fiskvinnslunni með komu tækninnar heldur afkasti sami fjöldi starfsmanna núna meiru en áður og þar af leiðandi hafi framleiðnin aukist. Valka setur upp mjög öflugt framleiðslukerfi í fiskvinnslu Samherja á Dalvík í sumar og þar munu ýmsar forvitnilega nýjungar sjá dagsins ljós sem eiga eftir að vekja mikla athygli, að mati Helga.