Helgi í Góu vill að Hótel Saga verði elliheimili

28. nóvember 2020
09:26
Fréttir & pistlar

Helgi Jóhannesson, betur þekktur sem Helgi í Góu, segist vilja að Hótel Saga verði gerð að elliheimili, nú þegar búið er að skella í lás.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Sem gam­all vest­ur­bæ­ing­ur, sem ólst upp í hverf­inu á þeim tíma sem verið var að byggja Hót­el Sögu og lék sér í stóra drullupoll­in­um í grunn­in­um, finnst mér upp­lagt að breyta hót­el­inu í elli­heim­ili, nú þegar búið er að skella í lás.

Við erum með matstaðinn klár­an niðri. Svo get­um við haft dansi­ball tvisvar í viku í Súlna­sal til að létta lund­ina hjá eldri borg­ur­um,“ seg­ir Helgi.

Hann segir að tæknin sé orðin svo góð að hægt yrði að varpa alls konar tónlistarfólki upp á tjald í gegnum símann og spila tónlistina.

Nefnir Helgi sem dæmi að hægt yrði að varpa tónlistarfólki upp á vegg hvort sem það er lífs eða liðið. Nefnir hann Elvis Presley, Ragga Bjarna, Svavar Gests, Fats Domino og Ómar Ragnarsson sem dæmi.

„Við tök­um fyrst góða sveiflu með Svavari Gests og Ómari Ragn­ars­syni. Svo væri til­valið að enda kvöldið á góðum vanga­dansi þar sem Raggi Bjarna myndi syngja Góða nótt.“