Helgi Hrafn og Smári Mc­Cart­hy ætla að hætta á þingi

Helgi Hrafn Gunnars­son og Smári Mc­Cart­hy, þing­menn Pírata, hyggjast ekki gefa kost á sér í næstu al­þingis­kosningum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá þing­flokki Pírata nú í morguns­árið.

Þar kemur jafn­framt fram að þó að komandi vetur verði þeirra síðasti á þingi muni þeir á­fram starfa innan Pírata.

Helgi Hrafn og Smári ræða á­kvörðun sína í helgar­blaði Frétta­blaðsins. Þar segja þeir á­kvarðanir þeirra teknar meðal annars vegna þess að hvorugum hugnist að í­lengjast um of á þingi, en jafn­framt að um­bóta­málum þurfi ekki síður að sinna utan veggja Al­þingis.

Þeir segjast hafa á­kveðið að greina frá þessari á­kvörðun sinni í dag, ári fyrir fyrir­hugaðar þing­kosningar, í að­draganda aðal­fundar Pírata sem fram fer um helgina. Með því að greina frá á­kvörðun sinni tíman­lega gefist fólki sem hefur á­huga á að bjóða Pírötum krafta sína í næstu kosningum góður um­hugsunar­frestur og undir­búnings­tími. Helgi Hrafn og Smári segjast einnig geta betur verið því fólki innan handar séu þeir ekki sjálfir í fram­boði, enda stórt skref að helga sig stjórn­málum og að mörgu að huga.

Að­spurðir hvernig þing­veturinn leggist í þá segjast þeir hafa nóg fyrir stafni og vera spenntir að hefjast handa. Vitandi að þetta verði þeirra síðasta ár á þingi gefi þeim aukinn þrótt til að vinna á­fram að hinum ýmsum málum og mál­efnum Pírata á 151. lög­gjafar­þingi, en þing­setning fer fram á fimmtu­dag.

Helgi og Smári segjast ekki hafa á­kveðið hvað taki við að þing­mennsku lokinni en ótal margt komi til greina. Þeir hafi báðir breitt á­huga­svið og efast því ekki um að þeir finni sér á­huga­verð við­fangs­efni. Þeir eigi þó ó­neitan­lega eftir að sakna þing­flokksins.

Hér má nálgast við­talið við Smára og Helga í Frétta­blaðinu