Helgi afbrotafræðingur gagnrýnir Öfga – Leggur til lausn á vandamálinu

Helgi Gunn­laugs­son, af­brota­fræðing­ur og pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands, gagnrýnir aðferðafræðina í kringum ásakanirnar á hendur Ingó Veðurguð og fleiri í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Ásakanirnar voru settar fram af hópnum Öfgar. Helgi segir að notkun samfélagsmiðla til að deila frásögnum sé vissulega nýr háttur til að koma svona skilaboðum á framfæri:

„Við vilj­um aft­ur á móti ekki sjá mál­um háttað á þess­um grund­velli sem er að blasa við okk­ur núna, þetta er ekki rétt­ar­ríkið sem við sjá­um fyr­ir okk­ur í siðuðu sam­fé­lagi. Að hóp­ur ein­stak­linga taki sig sam­an gegn ein­um nafn­greind­um ein­stak­lingi með aðstoð sam­fé­lags­miðla þar sem aðeins önn­ur hliðin kem­ur fram og ekki er unnt að svara fyr­ir ásak­an­irn­ar. Við vilj­um að þegar mál af þessu tagi koma upp séu þau uppi á yf­ir­borðinu og jafn­ræðis gætt,“ segir Helgi.

„Maður skil­ur þolend­ur samt mjög vel því þeir virðast ekki sjá ann­an far­veg til að lýsa reynslu sinni. Þetta seg­ir okk­ur til um það hvernig ferli mála af þessu tagi er háttað í sam­fé­lag­inu.“

Hann leggur til lausn þar sem þolendur þurfa ekki að leita á náðir lögreglu þar sem mál falla gjarnan niður án þess að neitt hafi í raun verið aðhafst. „Því velt­ir maður fyr­ir sér hvort það vanti ekki eitt­hvað millistig, ákveðna sáttamiðlun eða borg­ara­legt úrræði, sem hægt er að leita til án þess að fara bein­lín­is inn í þetta hefðbundna rétt­ar­kerfi til þess að leita sátta,“ seg­ir Helgi.

Bætir hann við að einnig vanti úrræði til stuðnings gerend­um sem í flest­um til­fell­um eru karl­menn í sam­bandi við sam­skipti og annað slíkt. Helgi nefn­ir sem dæmi úrræði sem hafa sprottið upp í sam­bandi við heim­il­isof­beldi eða of­beldi ná­kom­inna, þar hafi orðið mjög já­kvæð þróun úrræða.