Helga Vala lýsir því yfir að stjórnar­and­staðan sé ó­sam­stíga og í kosninga­hug

Helga Vala Helga­dóttir biðlar til fjöl­miðla um að hætta nefna stjórnar­and­stöðuna á nafn þegar rætt er við þing­mann eins flokks í stjórnar­and­stöðu eða þegar eitt­hvað er haft eftir honum. Þetta kemur fram í Face­book færslu hennar sem hún birtir í kvöld.

„Við erum að ljúka kjör­tíma­bilinu og ykkur mætti nú vera full­ljóst að stjórnar­and­stöðu­flokkarnir eru fimm ó­líkir flokkar, þótt sumir þeirra kunni að hafa ein­hverja snerti­fleti í ein­hverjum málum eins og gengur rétt eins og við stjórnar­flokka,“ skrifar Helga Vala.

Í dag var fjöl­miðla­frum­varp Lilju Al­freðs­dóttur, mennta­mála­ráð­herra, til um­ræðu á þingi þar sem lagt er til að einka­reknum fjöl­miðlum verði veittir styrkir. Stjórnar­anda­stöðu­þing­mönnum, meðal annars úr Mið­flokki og Flokki fólksins var tíð­rætt um veru Ríkis­út­varpsins á aug­lýsinga­markaði. Ljóst er að Sam­fylkingin hefur ekki verið í sama gír, miðað við orð Helgu Völu.

„Að gefnu til­efni skal upp­lýst að þing­flokkur Sam­fylkingar hélt því ekki fram í dag að verið væri að ríkisvæða alla fjöl­miðla eða talaði niður þjóðar­út­varpið. Það sáu þing­menn Mið­flokks al­farið um og þeir tala ekki í okkar nafni. Yfir og út.“

Kæru fjölmiðlar, nennið þið að hætta að segja stjórnarandstaðan þegar þið ræðið við einn þingmann eins flokks í...

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Tuesday, 19 January 2021