Helga heimtar að­gerðir í hús­næðis­málum: „Við verðum að hætta að sam­þykkja fá­tækt með því að nota meðal­töl“

Helga Þórðar­dóttir, þing­maður Flokks ræddi um stöðuna á hús­næðis­markaði á Ís­landi í ræðu sinni á Al­þingi í dag og sagði stöðuna vera afar slæma.

„Hús­næðis­mál á Ís­landi eru stór mál og bráða­vandi er fyrir höndum vegna fram­boðs, kosts og verð­hækkana. Öll þurfum við þak yfir höfuðið og það eru sjálf­sögð mann­réttindi að hafa heimili,“ sagði Helga.

„Sveitar­fé­lög og stjórn­völd hafa undan­farin ár van­metið í­búða­þörf svo um munar. Þetta hefur valdið gífur­legri hækkun á í­búða­verði og húsa­leigu. Talið er að hús­næðis­verð hafi hækkað um 22% á síðast­liðnum 12 mánuðum. Af­leiðingin er sú að ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er skuld­sett upp í rjáfur og hafa mörg þeirra fengið að­stoð for­eldra til að fjár­magna kaupin,“ bætti hún við.

Helg benti á að meira en fjórðungur leigj­enda eru að greiða meira en 40% af ráð­stöfunar­tekjum sínum í leigu.

„Skuld­sett fólk hefur ekki kaup­mátt til að efla hag­vöxt. Það sama gildir um leigj­endur.“

„Það má vel vera að sam­kvæmt ein­hverjum skýrslum þá sé á­standið gott hjá meðal­talinu en meðal­töl verði ekki í askana látin. Við verðum að hætta að sam­þykkja fá­tækt með því að nota meðal­töl. Við urðum að viður­kenna í sam­einingu að á meðan fá­tækt er til staðar hefur okkur mis­tekist og við verðum að gera betur hús­næðis­liður. Vandinn verður ekki leystur á einum degi því það tekur nokkur ár að byggja nýjar í­búðir. Vandi leigj­enda og ungra kaup­enda getur ekki beðið. Al­þingi verður að grípa inn í þessa þróun strax með sér­tækum úr­ræðum.“

„Við í Flokki fólksins viljum skoða leigu það og þá sem tíma­bundin ráð­stöfun. Við þurfum líka að að­stoða sér­stak­lega þá sem eru ný­komnir inn á í­búða­markaðinn. Eitt­hvað verðum við að gera og við getum ekki horft upp á stjórn­lausan markaðinn, ráðskast með lífs­viður­væri fjöl­skyldnanna í landinu,“ sagði Helga að lokum.