Helga Birna orðlaus eftir ferð í Bónus í Spönginni: „Þessi ungi drengur á hrós skilið“

20. október 2020
15:24
Fréttir & pistlar

Helga Birna Jónas­dóttir átti ekki orð til að lýsa á­nægju sinni með starfs­mann Bónuss í Spönginni í Grafar­vogi í gær.

Helga sagði frá þessu í í­búa­hópi Grafar­vogs­búa á Face­book og veitti hún Hring­braut leyfi til að birta færsluna – enda ekki van­þörf á já­kvæðum fréttum um þessar mundir.

„Mig langaði að hrósa unga drengnum á kassanum í Bónus,“ segir Helga í byrjun færslunnar og segir svo frá því að hún hafi verið að kaupa sér kók og gripið Daim með í leiðinni. Þegar hún kom á kassann kom í ljós að hana vantaði 30 krónur upp á.

„Þannig að ég sagði bara: „Æ, sleppi þessu bara“. Ég tek kókið enda Dai­m-ið ekki nauð­synja­vara og hefði alveg komist af án þess,“ segir Helga.

Pilturinn ungi á kassanum tók það ekki í mál og tók upp símann sinn, setti hann við posann og borgaði þessar 30 krónur sem upp á vantaði.

„Mér fannst hann svo mikill gullmoli, þó svo að þetta hafi verið lítill peningur þá var þetta eitt það krúttlegasta og yndislegasta sem ég hef orðið vitni að. Svona ungur og flottur strákur að gleðja, varð orðlaus,“ segir hún og færir starfsmanninum unga bestu þakkir. „Þessi ungi drengur á hrós skilið,“ segir hún.