Heitt og ljúffengt Karamellu Chai sem gleður

Nú þegar haustlægðirnar eru farnar að herja á landið er ekki seinna að vænna en byrja fá sér heita og ljúffenga drykki. Margir fá sér heitt súkkulaði til að njóta en það er líka hægt að fá sér fleiri sælkeradrykki sem gleðja sælkerahjartað. Berglind Hreiðars okkar hjá Gotterí og gersemar lumar hér á einum sem hún var að prófa í fyrsta skipti og gladdi hennar hjarta ólýsanlega mikið.

„Ég var að prófa Chai te í fyrsta skipti og almáttugur hvað þetta er gott. Þessi heiti bolli færði mig um stund í huganum á kaffihús í U-Village í Seattle þar sem við bjuggum einu sinni og ég fékk sannarlega gott í hjartað við þá tilhugsun, sakna Seattle svoooooo mikið,“segir Berglind sem naut hvers sopa með vindur blæs fyrir utan gluggann með sínum tilburðum.

M&H 2 Chai-20-683x1024.jpeg

Karamellu Chai

Fyrir 3 bolla/könnur

600 ml nýmjólk

9 msk. Chai Tiger Spice

3 tsk. karamellu íssósa (+ meira til skrauts)

150 ml þeyttur rjómi

Hnetukurl

  1. Setjið 3 matskeiðar af Chai Tiger Spice dufti í hvern bolla.
  2. Hitið mjólkina að suðu og hellið jafnt á milli bollanna, hrærið vel í þar til duftið leysist upp.
  3. Hrærið þá um einni teskeið af karamellusósu saman við, setjið vel af þeyttum rjóma í hvern bolla og skreytið með smá karamellusósu og hnetukurli.

Njótið í hlýjunni við kertaljós í góðum félagsskap.