Heimsreisu smakk fyrir bragðlaukana í Mathöll Höfða

Mat­höll Höfða sem staðsett er við Bíldshöfða 9, hefur tekið stakkaskiptum en Sólveig Andersen eigandi Mathallarinnar og hönnuður stóð í stórræðum í sumar og stækkaði Mathöllina umtalsvert með góðri útkomu. Veitingastöðunum hefur fjölgað úr átta í tíu sem er kærkomið og það má með sanni segja að hægt sé að fara í heimreisusmakk og matarflóran blómstrar í höllinni. Sjöfn Þórðar heimsækir Sólveigu í Mathöllina og fær innsýn í stækkunina og breytinguna sem henni fylgdi.

MathollinHofda_EA_005 (1).jpg

„Við ákváðum að létta yfirbragðið og stækkuðum alveg út í hinn endann á húsnæðinu þannig að bæði birtan og lýsingin er fallegri,“segir Sólveig og bætir því jafnframt við að hún hafi ákveðið að leyfa ákveðnum einkennum húsnæðisins að halda sér en í húsinu var meðal annars Bílanaust og Hampiðjan og má sjá sérkenni þess.

Matarflóran hin fjölbreytasta og réttir frá öllum heimshornum

„Staðirnir sem hafa bæst við annars vegar er Pasta­gerðin, en hún hef­ur slegið í gegn með past­anu sínu sem er ferskt pasta fram­leitt af starfs­fólk­inu sjálfu og geggjaðar sós­ur. Hins vegar er það veitingastaðurinn Dragon Dim Sum, en eig­end­urn­ir að þeim stað eru líka með Mat­b­ar og eru mjög metnaðarfull­ir mat­reiðslu­menn. Þetta er eini al­vöru dumplings-staður­inn á land­inu og við erum virkilega ánægð að fá þá með í hópinn. Þá erum við kom­in með tíu staði í húsið, hver með sitt sér­svið. Þetta er ein­mitt það skemmti­leg­asta við Mat­hall­ir, að þú get­ur fengið ljúf­feng­an mat frá mis­mun­andi aðilum und­ir sama þaki,“ seg­ir Sól­veig og býður Sjöfn að smakka rétti frá öllum stöðunum tíu, sannkallað góðgæti frá öllum heimsálfum.

M&H Mathöll Höfða 2.jpeg

Svo er það smakktjattið hennar Sjafnar, missið ekki af Sjöfn smakka á tíu réttum í Mathöllinni í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.