Heimir: Sjálf­sagt að ríkið borgi CO­VID-próf ferða­manna

„Hvað prófin varðar er sjálf­sagt best að hið opin­bera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferða­menn margalda þá upp­hæð eftir sig,“ segir Heimir Hannes­son, fjár­mála­stjóri Trölla­ferða.

Heimir skrifar um stöðu ferða­þjónustunnar í grein á Vísi og þar gerir hann meðal annars CO­VID-prófin sem til stendur að gera á ferða­mönnum sem koma til landins frá og með 15. júní næst­komandi.

Ljóst er að slík próf eru ekki ó­keypis og gæti kostnaðurinn við þau numið tugum, jafn­vel hundruð, milljónum króna.

Heimir segir sjálf­sagt að ríkið standi undir kostnaðinum og bendir hann á að ferða­menn skilji svo miklu meira eftir sig.

„Þess utan er Ís­land nógu dýr á­fanga­staður án kórónu­veiru­prófs sem að­göngu­miða. Til gagns má geta að út­greiddar at­vinnu­leysis­bætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaða­mót. Fyrir það hljóta að fást tals­vert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niður­greiða allan ferða­kostnað ferða­manna,“ segir hann.

Heimir bendir á að at­vinnu­leysi hafi farið hratt vaxandi að undan­förnu, sér­stak­lega á þeim stöðum þar sem at­vinnu­líf hefur byggst upp á ferða­þjónustu. Nefnir hann Vík í Mýr­dal sem dæmi.

„Enn­fremur er staðan hjá ís­lenskum ferða­þjónustu­fyrir­tækjum sú að um 90% af út­gjöldum þeirra er launa­kostnaður. Það gefur því auga­leið að at­vinnu­leysis­skrá myndi þynnast ört með hverri fullri flug­vél, enda rennur af­gangurinn eftir skatta nánast ó­skiptur í vasa laun­þega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opin­bera. Fyrir að gera ekki neitt,“ segir hann.

Heimir segir einnig að ef planið er að prófa alla ferða­menn fyrir veirunni við komuna til landsins verði stjórn­völd að gefa það út.

„Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferða­maðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auð­vitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir til­vonandi ferða­mönnum.“