Heimir Karls með miklar vanga­veltur um stöðuna á Ís­landi: „Hvers vegna er lífið á Ís­landi ekki betra/auð­veldara?“

Heimir Karls­son, út­varps­maður á Bylgjunni, skrifaði langa vanga­veltu á Face­book í dag þar sem hann veltir fyrir sér hvers vegna hlutirnir eru ekki betri á Ís­landi.

„Þetta er EKKI skrifað til höfuðs einum né neinum. Ekki til höfuðs einum né neinum stjórn­­mála­­flokki eða valda­­mönnum undan­farin ár eða ára­tugi. Þetta eru að­eins vanga­veltur um stöðuna hér og hvort við sem þjóð, höfum verið á leið í ranga átt lengi og hvort við séum enn á þeirri leið!“ skrifar Heimir.

Hann byrjar síðan á að segja ör­sögu.

„Fyrir um það bil 10 árum, sótti ég hinar fal­­legu Fær­eyjar heim. Þar átti ég spjall við fyrrum hátt­­settan em­bættis­mann. Talið barst að Ís­landi. Hann velti fyrir sér hvers vegna gengi alltaf svona illa á Ís­landi, þegar landið hefur upp á allar þessa auð­lindir að bjóða. Hann taldi upp eftir­­farandi:
• Fiskurinn í sjónum
• Land­búnaðurinn
• Jarð­hitinn
• Drykkjar­vatnið
• Árnar sem færa okkur raf­­­magnið
• Nefndi svo ál­­fram­­leiðsluna sem ætti að færa okkur sem þjóð miklar tekjur.“

„Svo bætti hann við að í Fær­eyjum væri ekkert af þessu nema fisk­veiðarnar. Land­búnaðurinn væri lítill enda gæfi jarð­vegurinn á eyjunum ekki kost á öðru.
Þá var lax­eldi hvorki hafið á Ís­landi né í Fær­eyjum og ferða­­þjónustan ekki komin á skrið hér. Banka­hrunið kom 2008, en staðan var lítið betri ef ekki verri fyrir hrunið!
Eftir þessa upp­­talningu spurði hann mig; með allar þessar auð­lindir og ekki fjöl­­mennari þjóð, hvers vegna gengur alltaf svona illa hjá ykkur?“ skrifar Heimir.

„Þessar vanga­veltur hafa setið í mér síðan og nú, um 10 árum síðar, þegar ferða­­þjónustan hefur fært okkur enn meiri tekjur, lax­eldið, gagna­verin og fleira hafa bæst við, erum við enn á sama stað ef ekki verri.
• Heil­brigðis­­kerfið er undir­­fjár­­magnað og við heyrum sögur af því í hverri viku. Það vantar lækna, það vantar hjúkrunar­­fræðinga o.s.frv..
• Sam­­göngu­­málin hafa verið undir­­fjár­­mögnuð og hefur verið rifist um það í mörg ár
• Mennta­­málin eru langt frá því á góðum stað og hafa verið lengi og hefur verið deilt um það í mörg ár. Frá leik­­skóla og upp úr.
• Fé­lags­­kerfið undir­­fjár­­magnað frá því ég man eftir mér og t.d. allt­of margir ör­yrkjar og elli­líf­eyris­þegar lifa við mjög slæm kjör. For­eldrar fatlaðra og veikra barna fá ekki þá að­­stoð sem þau ættu að fá.
• Lög­reglan undir­­fjár­­mögnuð í ára­raðir
• Land­búnaðar­­málin í ó­­­lestir þar sem t.d. margir bændur sjá ekki fram úr vanda­­málunum
Listinn gæti verið enn lengri.“

„Miðað við þær auð­lindir sem við eigum og nokkuð mikla skatt­heimtu hér, bæði af ein­stak­lingum og fyrir­­­tækjum, þá finnst mér, eins og em­bættis­manninum fyrr­verandi í Fær­eyjum, að okkur ætti að ganga miklu betur og lífið á Ís­landi ætti al­­mennt að vera mun betra og ekki síst auð­veldara.
Með allar þessar auð­lindir og að­eins 380 þúsund. Hvers vegna stöndum við okkur ekki betur? Hvers vegna er lífið á Ís­landi ekki betra/auð­veldara?
Stóra spurningin er því sú. Hvað höfum við verið að gera rangt?“ Skrifar Heimir að lokum.