Ásdís Olsen skrifar

Heimilis­of­beldi veldur heila­skaða hjá börnum: Of­beldis­menn verða til á of­beldis­heimilum

8. apríl 2020
18:29
Fréttir & pistlar

Andrés Proppe, sér­fræðingur í mál­efnum ger­enda talar hreint út um al­var­leika heimilis­of­beldis í þættinum Undir yfir­borðið sem sýndur verður á Hring­braut í kvöld.

Hann segir af­leiðingar heimilis­of­beldis skelfi­legar fyrir börn og sé oft merkjan­legur í heilaskanna. Af­leiðingarnar birtast m.a. í kvíða, at­hyglis­bresti, námsörðug­leikum og of­beldis­hegðun.

Andrés segir það mikinn mis­skilning að halda að börn verði ekki fyrir á­hrifum af spennu­á­standi á milli for­eldra sinna. Börn pikka upp and­rúms­loftið og verða jafn­vel fyrir á­hrifum í móður­kvið ef spenna ríkir á heimilinu. Ung börn taka líka á sig skömmina og á­byrgðina, kenna sér um á­greining á heimilinu. Þau hafa ekki for­sendur til að sjá bresti í hegðun full­orðna fólksins segir Andrés. Það er því mjög mikil­vægt að stoppa heimilis­of­beldi sem fyrst og Andrés tekur undir skila­boð sem fram komu á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í gær, að for­eldrar í mikilli van­líðan, sem eiga á hættu að missa stjórn á sér, eigi að fari af heimilinu og leiti sér hjálpar. Neyðar­sími vegna heimilis­of­beldis yfir páskana er 664 8321

Neyðar­sími fyrir þol­endur heimilis­of­beldis hefur verið opnaður og þar er svarað um páskana: 664 8321

Ekki missa af þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld.