Heimili
Laugardagur 25. apríl 2015
Heimili

500 til 600 hjól tilkynnt stolin á ári

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær um 500 til 600 tilkynningar um stolin reiðhjól á ári hverju. Í fyrra voru tilkynningarnar 540 talsins, sem er mjög svipaður þeim fjölda og var árinu áður.
Föstudagur 24. apríl 2015
Heimili

Ekki skera sítrónuna í tvennt

Hvernig á að nálgast safann úr sítrónunni? Ef þetta er spurning er svarið næsta einfalt: Ekki skera sítrónuna í tvennt; þannig þornað hún fyrr en ella.
Miðvikudagur 22. apríl 2015
Heimili

Hjón eru oft ósamstíga í fjármálum

Björn Róbert Jensson viðskiptafræðingur sem rekur fjármálaráðgjöfina Stop.is fyrir einstaklinga segir að það sé allt of algengt að hjón og sambúðarfólk ræði ekki fjármál sín á milli. Þetta kom fram í þættinum Fólk með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær en þeir fjalla um allt sem manninum viðkemur í blíðu og stríðu.
Þriðjudagur 21. apríl 2015
Heimili

Sirrý með fjárhagsáhyggjur í kvöld

Fjárhagsáhyggjur almennings eru til umfjöllunar í þættinum Fólk með Sirrý klukkan 20.00 í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fáir viðurkenna opinberlega að þeir eigi erfitt með að ná endum saman, en það er engu að síður veruleiki flestra eins og fram kemur í þættinum.
Miðvikudagur 15. apríl 2015
Heimili

Kínversk máltíð breytti dr. gunna

Tónlistarmaðurinn Dr. Gunni sagði frá því í sjónvarpsþættinum Neytendavaktinni á Hringbraut í gærkvöld hvernig það kom eiginlega til að hann fór að vera í forsvari fyrir neytendamál af ýmsum toga. Upphafið má rekja til ársins 2007 þegar hann, ásamt vini sínum Grími Atlasyni, fóru á kínverskt veitingahús í Reykjavík. Þangað fóru þeir til að fá sér 900 króna hlaðborð í hádeginu.
Þriðjudagur 14. apríl 2015
Heimili

Einkaskólarnir skila hæstum einkunnum

Niðurstöður samræmdra prófa þetta skólaárið liggja fyrir og kemur í ljós að einkareknu skólarni koma hvað best út í skýrslu Námsmatsstofnunar.
Nemendur Ísaksskóla er með hæstu meðaleinkunn í íslensku yfir allt landið, sjötta árið í röð. Í stærðfræði eru þeir líka með hæstu meðaleinkunn yfir landið allt. Þetta kom í þættinum Hringtorgi á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöld.
Heimili

Fáið yfirlýsingu hjá sýslumanni

Flestir þekkja þá lagaskyldu foreldra að ef barn ferðast með aðeins öðru foreldri til útlanda, þarf að hafa meðferðis samþykkisyfirlýsingu frá hinu foreldrinu. Í svari sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sendi upplýsingaveitunni spyr.is kemur hins vegar fram að æskilegast er að útbúa sambærilega samþykkisyfirlýsingu í fleiri ferðum en aðeins þessum.