Fimmtudagur 22. júlí 2021
Forsíða

Með sól í hjarta súkkulaðikakan sem enginn stenst

Í byrjun sumars heimsótti Sjöfn Þórðar Hótel Flatey í þætti sínum Matur og Heimili. Þar var dekra við gesti í mat og drykk og má með sanni segja að matur og munúð væri aðalmerki kokksins og bakarans. Þeir töfruðu fram kræsingarnar sem bæði glöddu auga og munn. Eftirrétturinn sem borinn var fram eitt kvöldið vakti mikla gleði allra viðstaddra og bragðlaukarnir fóru á flug. Þetta var einstaklega góð kaka sem ber heitið Með sól í hjarta og má með segja að hún beri nafn með rentu.

Mánudagur 19. júlí 2021
Forsíða

Hin margrómaða Narfeyrarstofa í Stykkishólmi föl

Veitingahjónin Steinunn Helgadóttir veitinga- og framkvæmdastjóri og Sæþór Þorbergsson matreiðslumeistari hafa sett veitingahús sitt Narfeyrarstofu í Stykkishólmi á sölu en veitingahúsið er eitt af glæsilegri og farsælli veitingahúsum á Vesturlandi og tekið hefur verið eftir. Hjónin eru búin að eiga og reka hið margrómaða veitingahús samfleytt í 20 ár og staðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Narfeyrarstofa er við Aðalgötu í Stykkishólmi í hjarta bæjarins í einstöku húsi sem á sér mikla sögu. Narfeyrarstofa er rómuð fyrir vandaða og gæðamikla matargerð sem er unnin frá grunni af matreiðslufólkinu á Narfeyrarstofu, þar sem ástríðan og natnin ræður för.

Forsíða

Vinsælasta sumarbústaðaruppskriftin þessa dagana – Hægeldað naut í naan

Hér er á ferðinni ekta „Street Food“ matur úr smiðju Berglindar okkar Hreiðars sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Það er leikur einn að útbúa þennan rétt heima hjá sér og koma gestum skemmtilega á óvart með útkomunni. Um er að ræða hægeldað nautakjöt þar sem soyasósan spilar stórt hlutverk. Kjötið er síðan tætt niður og sett í naan brauð ásamt chili majónesi, osti og grænmeti.

„Það er hægt að nota hvaða nautakjöt sem er, hér notaði ég ungnauta innlæri en það er hægt að nota ribeye, snitsel eða annað, hægeldunin gerir allt kjöt svo meyrt og gott,“segir Berglind og elskar að framreiða rétti sem þessa á sumarlegan og skemmtilegan máta.

Sunnudagur 18. júlí 2021
Forsíða

Besta geymsluaðferðin fyrir egg

Allra best er að geyma egg á köldum stað, til dæmis í ísskáp og hafa sem lengst frá íshólfinu ef það er til staðar. Hæfilegt hitastig er um 3-10°C. Miklar hitasveiflur fyrir egg eru ekki góðar. Það segir okkur að ef við höfum á annað borð sett eggin í ísskáp þá eigum við ekki að færa þau síðan til geymslu á heitari stað. Þegar við ætlum að nota eggin er best að taka þau út hálfri klukkustund fyrir notkun.

Laugardagur 17. júlí 2021
Forsíða

Bleikur búbblukokteill sem fær gestina til að dansa af gleði

Það er komin helgi og þá er lag að blanda góðan kokteil. Hér kemur einn búbblukokteill úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur köku- og matarbloggara með meiru hjá Gulur, rauður, grænn og salt sem er sáraeinfaldur og gleður bæði bragðlauka og augu. Hann þykir svo góður að gestirnir dansa af gleði. Þessi kemur þér í helgarstuðið.

Miðvikudagur 14. júlí 2021