Heimili
Fimmtudagur 17. júní 2021
Forsíða

Lay Low stígur á stokk í fyrsta skipti í Grindavík í kvöld – 17.júní

Við viljum halda í þann anda sem var hérna áður fyrr. Næstu tónleikar eru í dag 17.júní en Lay Low mun stíga á stokk og syngja fyrir matargesti.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Lay Low spilar í Grindavík og það er óhætt að segja að hér er um að ræða einstakt tækifæri til að koma og hlusta á þessa frábæru listakonu og njóta sælkera matar um leið í tilefni dagsins.

Forsíða

Bjóða uppá súkkulaðiferðalag fyrir súkkulaðiunnendur og sælkera í Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls hefur löngum verið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð og dýrindis matargerð, enda er svæðið ríkt af hágæða hráefnum til matargerðar. Svo kemur líka súkkulaði til sögunnar úr súkkulaðigerð Omnom sem á sér enga líka.

Miðvikudagur 16. júní 2021
Forsíða

Ný Samfélagsskýrsla Bónus hefur litið dagsins ljós

Á dögunum leit í dagsins ljós Samfélagsskýrsla Bónus fyrir árið 2020 og hægt er að nálgast skýrsluna í rafrænu formi á heimasíðu Bónus Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagsábyrgð í verki hjá Bónusverslununum. Stjórnendur og starfsfólk leggja mikið upp úr samfélagsábyrgðinni og vera góðar fyrirmyndir öðrum til eftirbreytni. Bónus kynnti því skýrsluna með stolti og þakklæti til viðskiptavina sinna.

Þriðjudagur 15. júní 2021
Forsíða

Hulunni svipt af leyndardómum Flateyjar á Hótel Flatey

Sjöfn Þórðar heimsækir Hótel Flatey og fær fólkið sem þar stendur vaktina, hver á sínu sviði, til svipta hulunni af leyndardómum eyjunnar og hótelsins. Fyrst hittir Sjöfn Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóra Minjaverndar sem einnig er einn þeirra aðila sem stendur að rekstri Hótel Flateyjar og Sigríði Heiðar ráðgjafa og fær innsýn í sögu hússins, hótelsins og starfsemina.

Sunnudagur 13. júní 2021
Forsíða

Lauflétt og ferskt pastasalat sem bragð er af

Gott pastasalat stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það er heitt eða kalt. Þessi útfærsla er úr smiðju Berglindar Hreiðars okkar sívinsæla köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar og er ótrúlegt einfalt og lauflétt að útbúa.

Forsíða

Nostalgía að njóta þessara leikfanga vörubíla

Þessir fallegu handgerðu vörubílar fást hjá Hnyðju og eru íslenskt handverk. Þeir minna á gamla tímann og eru algjör nostalgía. Vörubílarnir eru einstaklega fallegir og tímalaus hönnun sem fanga augað. Þeir eru sterkir og eigulegir. Þeir vaxa með eigendum sínum og eru fallegir gripir sem varðveita minningarnar um bernskuna. Síðan er hægt að láta þá ganga áfram með afkomendum eigenda sinna. Falleg gjöf sem gleður hjarta og sál.

Föstudagur 11. júní 2021
Forsíða

Grísk flatbrauðspítsa sem sælkerarnir missa sig yfir

Það ætlaði allt um koll að keyra við eldhúsborðið þegar María Gomez matar- og lífsstílsbloggari með meiru töfraði fram þessa sælkera grísku flatbrauðspítsu fyrir fjölskylduna á dögunum. María er einstaklega metnaðargjörn þegar kemur að því að elda hollan og góðan mat og þessi ljúfffenga flatbrauðspítsa ber þess sterk merki.

Fimmtudagur 10. júní 2021
Forsíða

Sumarsæla Telmu og Lemon slær í gegn

Nýir, sumarlegir og ferskir Sælkerasjeikar hafa litið dagsins ljós á Lemon og þegar farnir að slá í gegn. Þetta eru fjórir próteinsjeikar hver öðrum bragðbetri, sumarlegri og fádæma góðir fyrir heilsuna. Þeir kallast Pink Magic, Home Run, Happy Time og Call me Crazy og eru allir stútfullir af fersku, fyrsta flokks hráefni frá Lemon og próteini frá Bætiefnabúllunni. Allir eru sjeikarnir macros vænir fyrir þá sem vilja telja kolvetni, prótein og fitu.