Heilsugæslan búin að draga mikinn lærdóm af þessum faraldri

Sigríður Dóra sagði að Covid19 veiran væri fyrst og fremst kvefveira sem hefur umbreyst, sem lýsir sér yfirleitt með eftirfarandi einkennum með hósta, andþyngslum, hita og beinverkjum. Hún sagði jafnframt að einkenni væri ekki alltaf eins, langt í frá og gætu líka lýst sér sem mikil lasleika tilfinning, margir hafi misst bragð- og lyktarskyn. „Við erum líka að sjá svona ódæmigerð einkenni eins og magaverki, en gegnum gangandi erum við mest að beina athygli okkar að efri lofteinkennum eins og hósta, hita og beinverkjum, slappleika“ sagði Sigríður Dóra og nefndi einnig að sumir væri hitalausir þrátt fyrir smit.

Sjöfn spurði þær stöllur hver ættu að vera fyrstu viðbrögð einstaklings ef hann fyndi fyrir þessum einkennum og tóku Ragnheiður Ósk og Sigríður Dóra báðar í sama streng og sögðu: „Að vera heima.“ Þær sögðu að best væri að halda sig heima við alla vega fyrstu tvo til þrjá dagana því oft gæti verið um hefðbundið kvef eða flensu að ræða og sjá hvert veikindin leiða þig. Ragnheiður nefndi jafnframt að í flestum tilvikum þegar um væri að ræða Covid19 smit myndu veikindin ágerast, fólki versnar snögglega á fimmta til sjötta degi sem er ekki einkennandi fyrir hefðbundna flensu. Meðgöngutími Covid10 væri í raun langur og verstu veikindin kæmu fram seint á ferlinum. „Það sem er svo óvenjulegt við þessa veiru er að fólk verður skyndilega veikt,“ sagði Sigríður Dóra.

Í þættinum var farið var yfir feril Covid19, meðgöngutímann og hvenær þeir sem veikjast og eru með staðfest smit gætu fullvissað sig um að vera frískir. Sigríður Dóra sagði að Landspítalinn væri með göngudeild fyrir Covid19 smitaða sem sæi um alla þá aðila sem eru sýktir og stjórnar því alfarið hvenær það fólk fær að fara aftur til vinnu eða út í samfélagið.

Eins og fram kom í þættinum þá er heimahjúkrun á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og spurði Sjöfn hvaða þjónusta væri í boði núna á tímum Covid19 í heimahjúkrun. Ragnheiður Ósk sagði að hin almenna þjónusta í heimahjúkrun sem verið hefur í boði væri eins og verið hefur. Þá var rætt hvað væri gert til að koma veg fyrir smit í ferlinum í heimahjúkrunni. „Starfsfólk okkar er mjög meðvitaðað um hætturnar“ og við erum með ákveðna ferla í gangi hjá okkur, hvernig við sinnum hverjum og einum, hvernig við erum að sinna fólki í sóttkví, eins og þeim sem eru með greind smit,“ sagði Ragnheiður og sagði jafnframt að unnið væri eftir ákveðnum aðgerðaráætlunum og ferlum sem fylgt væri vel eftir í hverju skrefi. Það væri mismunandi hlífðarbúnaður og bílar sem væri notaðir í þjónustunni og allt væri þetta þaulskipulagt.

Heilsugæslan er búin að draga mikinn lærdóm af þessum faraldri og allir hafa tekist á við óþekktar aðstæður undir miklu álagi og tilbúnir til að gera sitt besta, allir lagst á eitt. „Fólk er að vinna við allt aðrar aðstæður en það er vant og ráðið til en allir leggjast á eitt,“ sagði Sigríður Dóra og er afar stolt af starfsfólkinu hjá Heilsugæslunni. Ragnheiður Ósk og Sigríður Dóra eru sammála um það að þetta ástand, faraldurinn Covid19 sé stærsta áskorun sem Heilsugæslan hefur tekist á við síðan hún hóf störf. „Eftir þetta ástand verður heilsugæslan, heilbrigðiskerfið ekki eins og það var áður, það verður einhvers annars konar kerfi og verður miklu betra“, sagði Ragnheiður Ósk og Sigríður Dóra tók undir með henni.

Að lokum vildu þær stöllur þakka fólki fyrir að standa þétta saman og vera saman í liði á þessu breytu og krefjandi tímum og hversu vel fólk er að fylgja þeim leiðbeiningum eftir sem hafa verið sendar út og fyrir það þakklæti sem starfsfólk Heilsugæslunnar finnur fyrir.

Fleiri fréttir