Athafnakonan Heiðdís Rós Reynisdóttir flutti til Miami frá Los Angeles í miðjum heimsfaraldri og stofnaði lúxusþjónustufyrirtækið The Dutchess Life VIP. Það gerði hún eftir að hafa misst allt eftir ofbeldissamband.
„Ég labbaði út án alls. Ég átti fötin sem ég var í, skóna, veskið og engan pening,“ segir Heiðdís í samtali við Fréttablaðið.
Vildi bita af kökunni
Fyrirtæki Heiðdísar the Dutchess Life VIP sérhæfir sig í lúxusferðum fyrir fræga og ríka einstaklinga. Hún segir þó að hún ætlaði sér ekki fara í þjónustugeirann en þegar hún heyrði hversu há innkoman værri vildi hún vildi ég líka fá bita af kökunni.
„Ég sé um bókanir á flottustu næturklúbbum, veitingastöðum Miami,“ upplýsir Heiðdís sem útvegar einnig aðgang að lúxus snekkjum, gistingu í glæsihýsum, glæsibifreiðum og öryggisvörðum ef þess er óskað.
Að sögn Heiðdísar eru viðskiptavinir hennar allt efnað fólk en hún segist ekki geta sagt neitt persónulega frá þeim.
„Helstu viðskiptavinir mínir koma frá New York, Texas, Dubai, LA og London og bæði karlar á konur á öllum aldri,“ upplýsir hún.
„Mér finnst alltaf jafn gaman að fara út og hitta nýtt fólk og skemmta mér. Ég get sofið þegar ég dey,“ segir Heiðdís spurð hvort hún fái aldrei leið á því að fara út á lífið.
Spurð hvort Íslendingar geti haft samband og pantað þjónustuna segir hún það vel hægt. „Það er hægt að hafa samband við mig í gengum Instagram en ég tek 2000 dollara í þjórfé sem felur í sér skipulagninguna og bókanir ferðanna,“ segir Heiðdís.
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.
