„Hegðun karl­mann ungra sem eldri verður að breytast“

Upp­á­halds söngvari þjóðarinnar, Bubbi Morthens, segir að hegðun ungra sem eldri karl­manna í garð kven­fólks verði að breytast. Þetta kemur fram í ein­lægri Twitter færslu hjá tón­listar­manninum sem vakið hefur mikla at­hygli.

„Hegðun karl­mann ungra sem eldri verður að breytast hvað kven­fólk varðar,“ skrifar Bubbi. Nokkuð ljóst er að Bubbi rétt eins og þjóðin öll fylgist nú með þjóð­mála­um­ræðunni þar sem söngvarar sem og í­þrótta­menn hafa verið sakaðir um meint kyn­ferðis­brot.

„Og hún verður að byrja hjá þeim sjálfum menn verða grafa djupt inní kjarnan sinn og sjá og skilja,“ segir Bubbi. Færslan hefur vakið mikla at­hygli eða 148 við­brögð og þakkar tals­kona Öfga, hópsins sem beindi spjótum að meintum brotum Ingós Veður­guðs, Bubba fyrir um­mælin.