Haukur biður Víði af­sökunar: „Ömur­leg til­finning“

„Það er ömur­leg til­finning þegar maður veit að maður hefur valdið öðrum von­brigðum. Hún er enn sterkari þegar maður veit upp á sig sökina.“

Þetta segir Haukur Örn Birgis­son, hæsta­réttar­lög­maður og for­maður Golf­sam­bands Ís­lands, í bak­þönkum Frétta­blaðsins í dag. Yfir­skrift pistilsins er: Fyrir­gefðu, Víðir. Haukur Örn skrifar þar meðal annars um sam­komu­bannið sem er í gildi vegna Co­vid-19 far­aldursins.

Haukur segir það vonda til­finningu þegar maður veit að maður hefur valdið öðrum von­brigðum.

„Ég man vel mína fyrstu svo­leiðis til­finningu. Ég var 10 ára og í pössun hjá ömmu og afa á Bugðu­læk. Ég fékk að taka hvolpinn minn Mikka með. Um nóttina át hann les­gler­augu afa. Ég var eyði­lagður og þorði varla að segja gamla manninum frá því. Amma mín og afi skiptu aldrei skapi og af þeim sökum var enn sárara að bregðast þeim. Ég hefði átt að passa hundinn betur.“

Haukur segist hafa upp­lifað svipaða til­finningu þegar Víðir Reynis­son sagði frá því á fundi al­manna­varna á dögunum að í­þrótta­fé­lög væru enn að boða iðk­endur á æfingar.

„Í­þrótta­hreyfingin stendur mér afar nærri og því tók ég það til mín þegar ró­lyndis­maðurinn Víðir Reynis­son lýsti von­brigðum sínum með í­þrótta­hreyfinguna. Þótt síðar hafi komið í ljós að von­brigði Víðis hafi ekki fylli­lega verið á rökum reist, voru þau engu að síður holl á­minning. Það er mikil­vægt að í­þrótta­fé­lög hugi vel að sínu starfi og virði leik­reglurnar,“ segir Haukur.

Hann segir að þó okkur kunni að finnast reglurnar ó­sann­gjarnar eða ó­þarfar, þá eru þetta reglur settar fram af fólki sem við treystum til verksins.

„Við deilum ekki við dómarana. Sýnum að­stæðum virðingu og tökum þeim af al­vöru. Leggjumst öll á árarnar, leggjum skamm­tíma hags­muni til hliðar og fjár­festum í sumrinu. Verum stolt þegar við getum loksins horft til baka. Því fyrr sem hefð­bundið líf, með ó­heftum leik, getur hafist á ný, því betra. Koma svo – við getum þetta!“