Haukur Arnar: „Er móðgun ekki bara hluti af lífinu?“

„Hrekkjavakan var ekki orðin langlíf hér á landi þegar ráðhús Reykjavíkur sá ástæðu til að senda

foreldrum hugleiðingar sínar um búningaval barna þeirra,“ skrifar Haukur Arnar Birgisson í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Hann veltir því fyrir sér hvort foreldrar hafi verið hvattir til að velja ekki búninga sem byggja á kynþætti, uppruna eða menningu annarra. þar sem það gæti talist óviðeigandi að mati ráðhússins, skrifar hann.

„Ljóshærðir drengir mega því ekki þykjast vera Lebron James og rauðhærðar stúlkur geta ekki þóst

vera Pocahontas. Einhver kynni að móðgast.“

Haukur bendir á að ef umrædd hátíð sé haldin í þeim tilgangi að hrekkja aðra að þá sé augljóst að hvorki drengnum né stúlkunni gengur nokkuð illt til.

Börnin herma eftir hetjum

„Búningarnir eru eins langt frá því að vera lítilsvirðandi og hugsast getur þar sem börnin eru að herma Þvert á móti eru börnin að herma eftir hetjum sínum,“ skrifar Haukur og vitnar í að börn sem eru í þykjustuleik eru ekki að lítilsvirða nokkurn mann og það ætti öllum að vera ljóst.

Áður en einhver ætlar að kommenta um að einungis sé óviðeigandi að stæla hópa sem hafa mátt þola kúgun, þá bendi ég á að það þykir alveg jafn óviðeigandi að klæðast japönskum geisjubúningi eins og að setja upp indjánaskraut. En til er fólk sem móðgast af engu tilefni.“

„Eflaust er einhver þarna úti með svo einbeittan móðgunarvilja að hann ærist við að sjá arabískan dreng í lopapeysu, indverska stúlku í appelsínugulum 66°N pollabuxum, mexíkóska konu í skautbúningi og kínverskan mann með víkingahjálm,“ skrifar Haukur.

Hann veltir því fram þeirri spurningu hvort viðkomandi megi ekki bara móðgast og hvort það sé ekki bara hluti af lífinu?