Hatar Haf­þór Júlíus heitt og inni­lega: „Ég ætla að pakka þér saman“

3. júlí 2020
18:00
Fréttir & pistlar

Ó­hætt er að segja að það andi köldu á milli tveggja sterkustu manna heims, Haf­þórs Júlíusar Björns­sonar og Eng­lendingsins Eddi­e Hall.

Eins og kunnugt er mætast þeir Eddi­e og Haf­þór í box­hringnum í Las Vegas í septem­ber á næsta ári og eru báðir byrjaðir að undir­búa sig af kappi fyrir bar­dagann.

Haf­þór hefur sakað Hall um svindl í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Eddi sárnaði það mjög og sagði ásakanirnar hafi varpað dökkum skugga á sigur hans. Þá er skemmst að minnast þess þegar Haf­þór sló heims­met Hall í rétt­stöðu­lyftu með því að lyfta 501 kílói en met Halls var 500 kíló. Sendi Haf­þór skýr skila­boð til Halls í kjöl­farið: „Eddi­e, ég er búinn að slá metið þitt og ég er til­búinn að slá þig í rot í hringnum.“

Eddi­e Hall var í við­tali við vefinn The Mac Life í vikunni þar sem hann ræddi þann mikla ríg sem er á milli þeirra. „Við höfum átt í harðri sam­keppni mjög lengi. Hatrið á milli okkar er 100% raun­veru­legt. Ef ég myndi rekast á Haf­þór á förnum vegi þá þyrfti ég að hafa fyrir því að kýla hann ekki í and­litið.“

Hann segir að þegar hug­myndin um box­bar­dagann kom upp hafi hann strax fallist á hana. „Þar fæ ég tæki­færi til að jafna um sakirnar við hann og fæ pening í leiðinni. Þetta er win-win.“

Eddi­e Hall er býsna sigur­viss ef marka má við­talið.

„Ég veit að ég mun vinna því ég mun gefa allt sem ég á. Þegar ég hef sjálfs­traust ertu í vondum málum,“ segir hann og bætir við að Haf­þór Júlíus sé ef til vill sigur­viss þar sem hann er tölu­vert stærri en Eddi­e. Segir Eddi­e að ef svo er séu það mikil mis­tök hjá Haf­þóri. Hann sendir honum svo skýr skila­boð: „Haf­þór, þetta eru skila­boðin til þín. Þú ert búinn að vera. Ég sé þig í septem­ber 2021 og ætla að pakka þér saman.“