Harm­leikur í Ása­hreppi: „Það ríkir mikil sorg í sam­fé­laginu en þarna eru þrjú lítil börn sem koma nærri“

Síðast­liðinn föstu­dag varð al­var­legt vinnu­slys á sveita­býli í Ása­hreppi í Rang­ár­valla­sýslu.

Maður lést við vinnu við dráttar­vél er hann klemmdist. Hann lést af sárum sínum á vett­vangi. Rann­­sókn­ar­­deild lög­regl­unn­ar á Suður­landi fer með rann­­sókn máls­ins.

„Það rík­ir mik­il sorg í sam­­fé­lag­inu en þarna eru þrjú lít­il börn sem koma nærri,“ seg­ir séra Hall­­dóra Þor­varðar­dótt­ir, pró­fast­ur í Fells­múla­presta­kalli í Suður­­pró­fasts­­dæmi í sam­tali við mbl.is.

Bæna­stund fór fram í gær og segir Hall­dóra að það hafi verið vel mætt.

„Það var full kirkja. Til­­efnið var að veita sorg­inni og þess­um lam­andi frétt­um far­veg og sýna sam­hygð og sam­­stöðu við þess­ar skelfi­­legu að­stæður,“ segir Hall­dóra við mbl.is