Harm­leikur á Vest­fjörðum: Þorði ekki að segja systur sinni í ótta um að eyði­leggja líf hennar

Héraðs­dómur Vest­fjarða dæmdi fyrr í mánuðinum karlamnn í Karl­maður hlaut fyrr í mánuðinum fjögurra ára fangelsis­dóm fyrir kyn­ferðis­brot og nauðgun. Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðsins.
Brotin beindust að systur eigin­konu mannsins frá því að hún var ellefu ára til sau­tján eða á­tján ára aldurs.

Á­kæru­liðirnir í málinu voru fjórir talsins. Sá fyrsti varðaði tvö at­vik. Það fyrsta átti sér stað í felli­hýsi árið 2016 þegar stúlkan var þrettán ára. Og það seinna um jólin ári síðar. Í báðum málum var maðurinn á­kærður fyrir að þukla á brjóstum stúlkunnar og setja fingur í leg­göng hennar.

Maðurinn neitaði því að hafa framið fyrra brotið og játaði seinna brotið, en neitaði að hafa látið stúlkuna fróa sér og féll á­kæru­valdið frá þeim hluta á­kærunnar. Hann vildi þó meina að ekki hafi verið um nauðgun að ræða heldur hafi hátt­semin „verið með fullri þátt­töku og vilja stúlkunnar.“

Annar á­kæru­liðurinn varðaði at­vik sem átti sér stað á sveita­bæ árið 2019. Maðurinn var þar á­kærður fyrir að hafa beitt stúlkuna nauðung og not­fært sér hana á meðan hún var sofandi. Honum var gefið að sök að hafa þuklað á brjóstum hennar og setja fingur í leg­göng hennar. Hann neitaði fyrir það brot fyrir utan játningu um að hann hafi þuklað á brjóstum hennar.

Þriðji á­kæru­liðurinn varðaði í­trekaða kyn­ferðis­lega á­reitni. Manninum var gefið að sök að hafa frá árinu 2014 til 2018 eða 2019 á­reitt stúlkuna kyn­ferðis­lega á Snapchat með því að fá hana til að senda sér nektar­myndir af henni og fyrir að senda henni myndir af kyn­færum sínum. Auk þess hafi hann sent henni gróf kyn­ferðis­leg skila­boð. Hann neitaði sök í þeim á­kæru­lið.
Síðasti á­kæru­liðurinn varðaði á­reitni sem átti sér stað á heimili hans árið 2021 þegar hann þuklaði á brjóstum hennar. Maðurinn játaði sök, en vildi meina að ekki væri um kyn­ferðis­lega á­reitni að ræða.

Með „ein­hvers konar þrá­hyggju fyrir henni“

Stúlkan kærði manninn í fyrra og í kjöl­farið var maðurinn tekin í skýrslu­töku. Þar játaði hann að hafa beitt hana kyn­ferðis­of­beldi og sagðist hafa verið með „ein­hvers konar þrá­hyggju fyrir henni.“
Hann greindi til að mynda frá því að þegar hún hafi flutt til sín og systur sinnar hafi hann átt það til að kíkja inn um gluggann þegar hún var í sturtu.
Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa farið í sál­fræði­með­ferð. Áður fyrr hefði hann horft mikið á klám, en væri nú hættur því
„Hann hefði framið brot sín til að upp­lifa augna­bliks­spennu en síðan liðið illa í kjöl­farið. Hann hefði ekki talið þetta rangt á sínum tíma þar sem brota­þoli hefði sýnt á­huga en það hefði ekki verið fyrr en eftir á að hann hefði farið að hugsa um hversu ung hún væri.“ segir í dómnum.

Óttaðist að skemma líf systur sinnar

Fyrir dómi greindi stúlkan frá því að á­reitni mannsins hefði byrjað þegar hún var tíu eða ellefu ára gömul. Hún sagðist hafa vanist á­reitni mannsins og viljað segja neinum frá hegðun hans í ótta um að skemma líf systur sinnar, eigin­konu brota­þola.

Árið 2022 hafi hún á­kveðið að segja systur sinni frá málinu og hafi hún sagt að þetta kæmi sér ekki á ó­vart. Fyrir dómi sagðist systirin hafa brugðið við tíðindin og liðið ömur­lega vegna þeirra og sagðist ekki hafa orðið vör við neitt.. Hún hefði hvatt manninn til að vinna í sjálfum sér.

Fyrir dómi báru for­eldrar stúlkunnar vitni. Móðirin kvaðst ekki vita hvernig dóttur sinni liði og vildi ekki ræða það mikið. Faðir hennar sagðist ekki vilja vita mikið um brot mannsins þar sem hann væri skap­bráður og óttaðist að hann tæki það út á manninum.