Hannes vill nýja símaskrá með Gillz

17. október 2020
16:49
Fréttir & pistlar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor vill nýja símaskrá. Hann vill nýja símaskrá með Gillzenegger á forsíðunni.

Þetta kemur fram í Facebook færslu hjá Hannesi en líkt og glöggir lesendur átta sig á er um að ræða hæðni í garð stuðningsfólks nýju stjórnarskrárinnar.

„Það er óþolandi, ef við þurfum að sætta okkur við einhverja danska símaskrá. OG ég vil símaskrá með Gillzenegger á forsíðu,“ skrifar Hannes. Deilir hann þar breyttri mynd af baráttuskilti sem hefur verið á tannanna á milli fólki undanfarna daga.

Flestir muna eflaust að Egill Gilzenegger, eða DJ Muscleboy, átti forsíðuna á síðustu símaskránni sem gefin var út árið 2011.

Lesendur muna eflaust einnig að í síðustu viku pantaði Stjórnarráðið þrif á veggnum þar sem á stendur „Hvar er nýja símaskráin?“ Hanns og fleiri á samfélagsmiðlum hafa undanfarna daga farið með himinskautum í umræðunni um stjórnarskránna en líkt og flestir vita er Hannes mjög mótfallinn slíkum breytingum.

Það er óþolandi, ef við þurfum að sætta okkur við einhverja danska símaskrá. Og ég vil símaskrá með Gillzenegger á forsíðu.

Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Friday, 16 October 2020