Hannes vill leggja niður forsetaembættið úr því Davíð var hafnað

Enn á ný verður Hannes Hólmsteinn að aðhlátursefni og nú með vanhugsaðri tillögu um að leggja niður embætti Forseta Íslands.

Hannes átti stóran þátt í að etja velgjörðarmanni sínum, Davíð Oddssyni, út í forsetakosningar fyrir fjórum árum þar sem Davíð var niðurlægður og hlaut fjórða sætið með 13 prósent greiddra atkvæða. Guðni Jóhannesson var kjörinn með um 40 prósent stuðningi. Davíð hlaut jafnvel minna fylgi en Andri Snær Magnason, ákafur umhverfisverndarsinni, en þó mun meira fylgi en Sturla Jónsson, vörubílstjóri, sem kom næstur á eftir Davíð.

Hefði Davíð náð kjöri er næsta víst að Hannes væri ekki að leggja til að embættið yrði lagt niður enda má ætla að velgjörðarmaður Hannesar hefði boðið honum í margar veislur með fínu fólki - og jafnvel hengt á hann orðu.

En Guðni sér enga ástæðu til að hampa Hannesi Hólmsteini og þá er bara best að leggja embættið niður.