Hannes Hólmsteinn: „Tíu milljónirnar eru ekki tjón mitt“

Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor, segir engan skaðast á innherjaviðskiptum, þar sem ekki er beitt svikum og blekkingum og telur að löggjafinn eigi að einbeita sér að brotum sem skaði aðra, eins og ofbeldi og svik, en eigi að láta athafnir manna vera sem enga aðra skaði.

Hann segir frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þessu hélt hann fyrst fram í erindi sem hann hélt á Akureyri í október á þessu ári. Hann segir að hann hafi þar, máli sínu til stuðnings, farið með dæmisögu frá heilögum Tómasi af Akvínas.

„Lífið er undirorpið óvissu. Þetta sjónarmið á líka við um innherjaviðskipti (þar sem ekki er beitt svikum eða blekkingum). Enginn skaðast á þeim. Rangt er að draga lágt verð á hlutabréfum, sem öllum stendur til boða á fimmtudegi, frá háu verði á sömu hlutabréfum á mánudegi, og telja það tjón annarra hluthafa en þess eins, sem sá verðhækkunina fyrir og keypti hlutabréf á fimmtudegi,“ segir Hannes Hólmsteinn í pistli sínum og segir það sama gilda um fasteignaviðskipti.

„ Ég sel þér eign á 90 milljónir, og þremur mánuðum seinna selur þú öðrum eignina á 100 milljónir. Tíu milljónirnar eru ekki tjón mitt,“ segir hann að lokum.

Hægt er að lesa pistillinn í heild sinni hér.

Fleiri fréttir