Hann­es Hólm­steinn skil­ur ekki hvers vegn­a Gunn­ar Smár­i flyt­ur ekki úr land­i

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, rifjar á Facebook-síðu sinni upp spurningu sem hann lagði fram fyrir tveimur árum og enn hefur ekki fengist svar við.

„Gunnar Smári Egilsson bölsótast yfir „nýfrjálshyggjunni“, sem öllu ráði á Vesturlöndum. Af hverju flyst hann þá ekki til Venesúela, Kúbu eða Norður-Kóreu? Ekki getur þjóðræknin vafist fyrir honum, því að hann vildi gera Ísland að fylki í Noregi,“ spurði Hannes á þessum degi árið 2019.

„Spurningin er enn gild, tveimur árum síðar, og ekkert svar hefur borist,“ skrifar Hannes á Facebook er hann deilir færslunni frá 2019.

Hann­es bíð­ur enn svar­a frá Gunn­ar­i Smár­a.
Mynd/Facebook

„Merkilegt finnst mér hvað hann hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum í landinu, þar sem hann þarf aldrei að svara gagnrýnum spurningum, en getur látið dæluna ganga. Það styður kenningu mína um það að íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé orðið austur-þýskt,“ skrifar Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og bróðir Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks, í ummælum við færsluna.