Hannes Hólm­steinn segir snilli­gáfu ekki á­stæðu eigin á­hrifa heldur hafi hann fylgt tíðar­andanum

Hannes Hólm­steinn Gissurar­son er gestur Markaðarins sem sýndur er á Hring­braut í kvöld klukkan 21:00.

Í þættinum segir Hannes að eftir fall sósíal­ismans hafi vinstri­sinnaðar stjórn­mála­hreyfingar átt undir högg að sækja um langt skeið. „Það var undan­tekning á 10 til 20 árum eftir fall sósíal­ismans. Þá sátu vinstri­menn al­gjör­lega lamaðir og höfðu ekki nein svör við frjáls­hyggjunni.“

„Það var ekki bara það að sósíal­isminn hafði gengið illa í Rúss­landi og Kína og þeir horfið frá sósíal­isma í báðum löndum, heldur hafði líka tekist mjög vel með hag­stjórn á Vestur­löndum. Fólk eins og Thatcher og Reagan náði mjög góðum árangri og hag­stjórnar­hug­myndir Milton Fri­ed­man voru teknar upp í Mið- og Austur-Evrópu. Þannig að þetta var alveg sér­stakur tíðar­andi,“ segir Hannes.

Prófessorinn heldur því fram að téður tíðar­andi hafi ein­mitt haft mikið að segja um hversu að­sóps­mikill hann hefur verið í þjóð­mála­um­ræðu á undan­liðnum ára­tugum: „Á­stæðan til þess að ég er stundum talinn á­hrifa­mikill á Ís­landi, er held ég ekki að ég hafi verið svona snjall. Á­stæðan er sú að ég var, kannski fyrir til­viljun, sam­ferða tíðar­andanum. Það var á þessa leið, á seinni hluta níunda ára­tugarins og allan tíunda ára­tuginn og raunar fram að fjár­mála­kreppunni 2008.“

Þátturinn er sýndur sem fyrr segir á Hring­braut klukkan 21:00