Hannes fagnar af­mælis­degi Davíðs: „Okkar sigur­sælasti stjórn­mála­maður, fyrr og síðar“

17. janúar 2021
17:38
Fréttir & pistlar

Hannes Hólm­steinn Gissurar­son, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, hefur aldrei farið leynt með að­dáun sína á Davíð Odd­syni, rit­stjóra Morgun­blaðsins og fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra.

Davíð fagnar 73 ára af­mæli sínu í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1948.

„Í dag er okkar sigur­sælasti stjórn­mála­maður fyrr og síðar, Davíð Odds­son, 73 ára. Hér eru til gaman ljós­myndir af honum 10 og 15 ára gömlum,“ segir Hannes á Face­book-síðu sinni og birtir skemmti­legar myndir af Davíð.

Fjöl­margir taka undir kveðju Hannesar til Davíðs, þar á meðal Jakob Frí­mann Magnús­son. „Man af­mælis­barnið 18 vetra á sviði Þjóð­leik­hússins í afar eftir­minni­legu hlut­verki Bubba kóngs. Nokkrir góðir dagar án Guð­nýjar er hans besta smá­saga og Við Reykja­víkur­tjörn hans besti texti. Færum and­ríkum Davíð bestu heilla - og hamingju­óskir.“

Hæsta­réttar­lög­maðurinn og fyrr­verandi fjöl­miðla­út­gefandinn Sigurður G. Guð­jóns­son segir: „Til hamingju með leið­toga þinn Hannes.“

Í dag er okkar sigursælasti stjórnmálamaður fyrr og síðar, Davíð Oddsson, 73 ára. Hér eru til gaman ljósmyndir af honum 10 og 15 ára gömlum.

Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Sunnudagur, 17. janúar 2021