„Hann var gull af manni, manngæska í gegn, vildi engum illt, vildi öllum gott"

Maðurinn sem lést í Sund­höll Reykja­víkur síðastliðinn fimmtu­dag hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs að aldri. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður.

Faðir hans, Guðni Heiðar Guðnason, greindi frá nafni sonar síns í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni segir son sinn hafa verið afar hraustan og í góðu líkamlegu formi og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. „Þessar spurningar vakna fyrst og fremst því Guðni Pétur lá svo lengi á botni laugarinnar eða í alls sex mínútur, það eru þær upplýsingar sem við höfum fengið. Þetta er mjög langur tími," segir Guðni.

Guðni hafði líkt og faðir hans greindi frá legið meðvitundarlaus á botni innilaugarinar í Sundhöllinni í sex mínútur áður en það uppgötvaðist. Hann starfaði í geðþjónustu og var með skjólstæðingi sínum í sundlauginni

Þá segir hann í samtali við Stöð 2 að sonar síns verði saknað af mörgum. „Hann var gull að manni, manngæska í gegn, vildi engum illt, vildi öllum gott, var elskaður af okkur, vinum sínum, samstarfsfólki og skjólstæðingum. Hann var einfaldlega perla þessi drengur,“ segir Guðni um son sinn.